Lífið

Nýtt frá Wilco

Wilco Sjöunda platan kemur í júní.
Wilco Sjöunda platan kemur í júní.

Sjöunda plata hljómsveitarinnar Wilco er væntanleg í búðir í lok júní. Platan kallast einfaldlega „Wilco (The Album)“ og á henni verða ellefu lög, þar á meðal „Wilco (The Song)“. Söngkonan Feist syngur í einu lagi plötunnar.

Wilco, sem á ættir sínar að rekja til Chicago, hyggur á tónleikaferðalag um Bandaríkin í sumar til að kynna plötuna. Fljótt varð uppselt á tvenna tónleika sveitarinnar í Los Angeles og hefur þeim þriðju nú verið bætt við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.