Enski boltinn

Redknapp mun sekta leikmenn um 270 milljónir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Chelsea.
Harry Redknapp, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Harry Redknapp, stjóri Tottenham, muni sekta leikmenn liðsins um samtals 1,3 milljón punda eða 270 milljónir króna fyrir að hafa farið á fyllerí í leyfisleysi.

Í síðustu viku fóru leikmenn Tottenham til Írlands undir því yfirskyni að um golfferð væri að ræða. Hins vegar kom í ljós að leikmennirnir höfðu skipulagt sérstakan jólafagnað sem Redknapp vissi ekkert um.

Alls fóru sextán leikmenn í ferðina og mun Redknapp vera reiðubúinn að sekta þá um tveggja vikna laun. Meðal þeirra sem fóru er fyrirliðinn Robbie Keane.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á leiktíðinni sem leikmönnum er refsað fyrir drykkjuskap. Fyrr í haust voru þeir Ledley King og David Bentley báðir sektaðir fyrir að hafa drukkið áfengi í leyfisleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×