Erlent

Þekktur hryðjuverkamaður eftirlýstur vegna árása í Jakarta

Noordin
Noordin
Þekktur hryðjuverkamaður frá Malasíu er eftirlýstur vegna hryðjuverkaárása á tvö lúxus hótel í Indónesíu í þar sem níu manns létu lífið.

Noordin Mohammed Top er svokallaður jihadisti og afar fær í gerð sprengja. Hann er leiðtogi róttækasta aflsins innan Jemaah Islamiyah hryðjuverkasamtakanna.

Lögregla hefur verið að rannsaka ósprungna sprengju og sprengibúnað sem fannst í „stjórnstöð" hins grunaða í herbergi 1808 í JW Marriot hótelinu í Jakarta en það hótel var sprengt upp ásamt systurhóteli þess, Ritz-Carlton, en þar átti knattspyrnulið Manchester United að dvela í æfingaferð sinni.

DNA sýni, þar á meðal leifar af höfði eins sjálfsmorðsárásarmannsins, eru einnig til skoðunar en einnig hafa öryggisaðgerðir verið hertar þvert yfir Indonesíu og Filippseyjar.

Enginn hryðjuverkahópur hefur lýst yfir ábyrgð á sprengitilræðinu upplýsingum eru sönnunargögn sem benda til þess að Noordin hafi staðið fyrir grimmdarverkunum.

Sprengjumennirnir dvöldu í tvær nætur í herbergi 1808 áður en árásirnar áttu sér stað. Þeir voru dulbúnir sem gestir oog gengu inn í þéttsetinn matsal þar sem þeir sprengdu upp skjalatöskurnar sem útbúnar högðu verið sem sprengjur.

Sprengjurnar voru fullar af nöglum og boltum til þess að magna blóðbaðið. Lögregla hefur sagt að árásin sé lík öðrum árásum Jemaah Islamiyah.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×