Grey"s-stjarna í íslensku boði 29. apríl 2009 07:00 Jónsi í Sigur Rós ásamt kærasta sínum Alex Somers og Sigurjóni Sighvatssyni.Mynd/Rich Schmitt Eric Dane, sem leikur Dr. Mark Sloan í læknaþáttunum Grey"s Anatomy, var á meðal 250 gesta í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles um síðustu helgi. Um kokkteilboð var að ræða sem fór fram á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, sem sótti tónlistarráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík í fyrra. „Þetta gekk alveg rosalega vel. Haukur Heiðar í Diktu og Lay Low spiluðu og fengu bæði mjög góð viðbrögð,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. Verkefnið nefnist Made in Iceland og er ætlað að koma íslenskri tónlist að í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Við fengum mjög mikið af góðu fólki, bæði plötuútgefendum og kvikmyndaframleiðendum,“ segir Anna Hildur og telur að góð tengsl hafi myndast í partíinu. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson ætlaði upphaflega að halda partíið en eftir að hann seldi húsið sitt með stuttum fyrirvara bauðst Lanette til að hlaupa í skarðið. Sigurjón mætti engu síður í boðið og með honum í för var Eric Dane. Aðrir mektarmenn sem létu sjá sig voru leikstjórinn Eagle Egilsson og tónlistarmennirnir Atli Örvarsson og Veigar Margeirsson sem eru allir búsettir í Los Angeles. Þá var Jónsi úr Sigur Rós í gestgjafahlutverki og vakti að vonum mikla athygli. Baddi, söngvari Jeff Who?, var einnig á meðal gesta. „Þetta var alveg æðislegt. Þetta er eitt af skemmtilegri partíum sem ég hef farið í,“ segir hann. „Maður vissi ekki hvort þetta yrði eitthvað stíft en þetta var mjög afslappað. Þetta var flott partí fyrir íslenska tónlist og ekkert einhver tímaeyðsla. Það var gaman að kynnast fólkinu upp á framtíðina að gera.“ - fb eric dane Eric Dane úr læknaþáttunum Grey´s Anatomy var á meðal gesta. nordicphotos/getty Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Eric Dane, sem leikur Dr. Mark Sloan í læknaþáttunum Grey"s Anatomy, var á meðal 250 gesta í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles um síðustu helgi. Um kokkteilboð var að ræða sem fór fram á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, sem sótti tónlistarráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík í fyrra. „Þetta gekk alveg rosalega vel. Haukur Heiðar í Diktu og Lay Low spiluðu og fengu bæði mjög góð viðbrögð,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. Verkefnið nefnist Made in Iceland og er ætlað að koma íslenskri tónlist að í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Við fengum mjög mikið af góðu fólki, bæði plötuútgefendum og kvikmyndaframleiðendum,“ segir Anna Hildur og telur að góð tengsl hafi myndast í partíinu. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson ætlaði upphaflega að halda partíið en eftir að hann seldi húsið sitt með stuttum fyrirvara bauðst Lanette til að hlaupa í skarðið. Sigurjón mætti engu síður í boðið og með honum í för var Eric Dane. Aðrir mektarmenn sem létu sjá sig voru leikstjórinn Eagle Egilsson og tónlistarmennirnir Atli Örvarsson og Veigar Margeirsson sem eru allir búsettir í Los Angeles. Þá var Jónsi úr Sigur Rós í gestgjafahlutverki og vakti að vonum mikla athygli. Baddi, söngvari Jeff Who?, var einnig á meðal gesta. „Þetta var alveg æðislegt. Þetta er eitt af skemmtilegri partíum sem ég hef farið í,“ segir hann. „Maður vissi ekki hvort þetta yrði eitthvað stíft en þetta var mjög afslappað. Þetta var flott partí fyrir íslenska tónlist og ekkert einhver tímaeyðsla. Það var gaman að kynnast fólkinu upp á framtíðina að gera.“ - fb eric dane Eric Dane úr læknaþáttunum Grey´s Anatomy var á meðal gesta. nordicphotos/getty
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist