Lífið

David Lynch - ekki bara leikstjóri

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ragnhildur og Lynch leyfa ljósmyndara að grípa augnablikið mitt í hressandi viðtali.
Ragnhildur og Lynch leyfa ljósmyndara að grípa augnablikið mitt í hressandi viðtali.

Fyrir utan allt sem David Lynch er til lista lagt í kvikmyndageiranum fæst hann við ótrúlegustu hluti þar fyrir utan, svo sem húsgagnasmíði, ljósmyndun og tónlist. Ragnhildur Magnúsdóttir, útvarpskona á Bylgjunni, komst að þessu og miklu fleiru í góðu spjalli sem hún átti við þennan nýbakaða Íslandsvin og lífslistamann í mötuneyti Ráðhúss Reykjavíkur á laugardagsmorguninn.

Meðal þess sem Ragnhildur fékk að vita er að Lynch hefur til að mynda tekið þátt í að semja tónlist fyrir sínar eigin kvikmyndir og ekki þarf víst að fjölyrða um ást hans á innhverfri íhugun eins og gestir á fyrirlestri hans fengu að vita allt um. Hér má hlusta á valda kafla úr spjalli Ragnhildar og Lynch í ráðhúsinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.