Málstaður Íslendinga styrkist í Bretlandi og Hollandi 31. ágúst 2009 18:36 Málstaður Íslendinga vegna Icesave málsins virðist vera að styrkjast í Bretlandi og Hollandi. Stjórnmálamenn eru sagðir mildari í afstöðu sinni og háskólaprófessorar halda íslenskum sjónarmiðum á lofti. Bresk og hollensk stjórnvöld eru nú sögð yfirfara lög um ríkisábyrgð vegna Icesave og fyrirvara við þau. Niðurstöðunni hefur verið fagnað í breskum fjölmiðlum og í mikið lesnu hollensku viðskiptablaði segir um helgina að jákvæður tónn heyrist úr fjármálaráðuneytinu þarlenda. Neikvætt andrúmsloft gagnvart málinu virðist -hvað sem öðru líður - hófstilltara en áður. „Það er erfitt að dæma um það en ekki erfitt að ímynda sér að svo sé í ljósi þess hvernig málið allt er vaxið," segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Þrír virtir fræðimenn birtu harðorða grein á vefútgáfu hollenska dagblaðsins de Volkskrant í dag. Væna þeir hollensk og bresk stjórnvöld um skammsýni og gagnrýna þau fyrir að hygla sínum eigin borgurum og fjármálastofnunum á kostnað skuldsettra ríkja. Er þeim jafnframt borið á brýn að beita óeðlilegum þrýstingi - nánast fjárkúgun - til að ná sínu fram í gegnum stofnanir og samtök eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið. Ekki stóð á viðbrögðum við greininni og virtist heldur bjartara yfir vefspjallinu en oft áður í sambærilegum umræðum. Enn er þó fyrir hendi þung undiralda og má greina að pólitískur dans er ákaft stiginn bæði í Bretlandi og Hollandi. Miðar hann einkum að því að fullvissa þarlenda skattgreiðendur um að peningurinn vegna Icesave skili sér tilbaka með einum eða öðrum hætti. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Málstaður Íslendinga vegna Icesave málsins virðist vera að styrkjast í Bretlandi og Hollandi. Stjórnmálamenn eru sagðir mildari í afstöðu sinni og háskólaprófessorar halda íslenskum sjónarmiðum á lofti. Bresk og hollensk stjórnvöld eru nú sögð yfirfara lög um ríkisábyrgð vegna Icesave og fyrirvara við þau. Niðurstöðunni hefur verið fagnað í breskum fjölmiðlum og í mikið lesnu hollensku viðskiptablaði segir um helgina að jákvæður tónn heyrist úr fjármálaráðuneytinu þarlenda. Neikvætt andrúmsloft gagnvart málinu virðist -hvað sem öðru líður - hófstilltara en áður. „Það er erfitt að dæma um það en ekki erfitt að ímynda sér að svo sé í ljósi þess hvernig málið allt er vaxið," segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Þrír virtir fræðimenn birtu harðorða grein á vefútgáfu hollenska dagblaðsins de Volkskrant í dag. Væna þeir hollensk og bresk stjórnvöld um skammsýni og gagnrýna þau fyrir að hygla sínum eigin borgurum og fjármálastofnunum á kostnað skuldsettra ríkja. Er þeim jafnframt borið á brýn að beita óeðlilegum þrýstingi - nánast fjárkúgun - til að ná sínu fram í gegnum stofnanir og samtök eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið. Ekki stóð á viðbrögðum við greininni og virtist heldur bjartara yfir vefspjallinu en oft áður í sambærilegum umræðum. Enn er þó fyrir hendi þung undiralda og má greina að pólitískur dans er ákaft stiginn bæði í Bretlandi og Hollandi. Miðar hann einkum að því að fullvissa þarlenda skattgreiðendur um að peningurinn vegna Icesave skili sér tilbaka með einum eða öðrum hætti.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira