Innlent

Íslendingur og fimm Litháar ákærðir í mansalsmálinu

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sex karlmönnum, fimm Litháum og einum Íslendingi, fyrir mansal gagnvart 19 ára stúlku. Óskað hefur verið eftir áframhaldandi gæsluvarðahaldi Lithánna sem rennur út í dag.

Málið kom upp í október þegar stúlka frá Litháen trylltist um borð í flugvél á leið hingað til lands og sagðist vera fórnarlamb mansals. Viðamikil rannsókn fór strax í gang sem endaði með því að 13 höfðu um tíma réttarstöðu sakbornings. Þar af voru sex Íslendingar.

Stúlkan hefur frá því í október verið í öruggri umsjá og er enn talin í hættu. Líkt og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag segist stúlkan samkvæmt heimildum fréttastofu hafa verið seld ítrekað í vændi í Litháen áður en hún kom til Íslands. Við skýrslutökur hafi hún sagt að sér hafi verið haldið nauðugri í íbúð í fjölbýlishúsi í fjóra mánuði seinni hluta síðasta árs.

Litháarnir fimm tengjast innbyrðis en neita allir sök.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×