Jóhanna: Var ekki að setja þrýsting á Vinstri græna 11. október 2009 12:30 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki hafa verið að setja þrýsting á Vinstri græna með því að birta greinagerð Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins um hvaða afleiðingar frekari tafir á endurskoðun Alþjóðgjaldeyrisjóðsins kann að hafa fyrir íslenskt efnahagslíf. Greinagerð Seðlabankans og Viðskiptaráðuneytisins var birt á föstudag en hún var unnin að beiðni forsætisráðherra. Í greinargerðinni er spáð öðru efnahagshruni tefjist endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands enn frekar. Lausn Icesave deilunnar er talið vera lykilatriði til að opna fyrir frekari lánveitingar. Stjórnvöld hafa nauman tíma til að ganga frá málinu en 23. október næstkomandi þarf tryggingasjóður innstæðueigenda að greiða út tryggingar - en sjóðurinn er langt frá því að eiga fyrir skuldbindingum. Vinstri grænir eru nánast klofnir í afstöðu sinni til Icesave samkomulagsins og hafa sumir litið svo á að forsætisráðherra væri að setja þrýsting á samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn með birtingu þessarar greinagerðar. Jóhanna segir af og frá að með þessu hafi hún verið að setja þrýsting á Vinstri græna. „Það er hins vegar ljóst að mér sem forsætisráðherra ber skylda til þess að láta meta áhrif á þjóðarbúið og efnahag ef að áætlun og afgreiðsla lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum dregst í langan tíma til viðbótar. Hvaða áhrif það kann að hafa á þjóðarbúið. Það var það sem ég gerði," segir Jóhanna. Forsætisráðherra segir brýnt gengið verði frá Icesave málinu sem allra fyrst. „Við höfum mjög stuttan tíma. Það er mjög margt undir í þessu. Ég er að vona að þetta mál fari að skýrast og klárast núna í næstu viku, hálfum mánuði." Jóhanna þorir ekki að segja nákvæmlega til hvenær frumvarpið verði lagt fram. „Ég vona að það verði sem allra fyrst. Við höfum beðið alltof lengi eftir þessu og ég vona að það verði sem allra fyrst. Ég er auðvitað mjög ósátt við það hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að tengja lánafyrirgreiðslu við Icesave deiluna," segir Jóhanna. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki hafa verið að setja þrýsting á Vinstri græna með því að birta greinagerð Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins um hvaða afleiðingar frekari tafir á endurskoðun Alþjóðgjaldeyrisjóðsins kann að hafa fyrir íslenskt efnahagslíf. Greinagerð Seðlabankans og Viðskiptaráðuneytisins var birt á föstudag en hún var unnin að beiðni forsætisráðherra. Í greinargerðinni er spáð öðru efnahagshruni tefjist endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands enn frekar. Lausn Icesave deilunnar er talið vera lykilatriði til að opna fyrir frekari lánveitingar. Stjórnvöld hafa nauman tíma til að ganga frá málinu en 23. október næstkomandi þarf tryggingasjóður innstæðueigenda að greiða út tryggingar - en sjóðurinn er langt frá því að eiga fyrir skuldbindingum. Vinstri grænir eru nánast klofnir í afstöðu sinni til Icesave samkomulagsins og hafa sumir litið svo á að forsætisráðherra væri að setja þrýsting á samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn með birtingu þessarar greinagerðar. Jóhanna segir af og frá að með þessu hafi hún verið að setja þrýsting á Vinstri græna. „Það er hins vegar ljóst að mér sem forsætisráðherra ber skylda til þess að láta meta áhrif á þjóðarbúið og efnahag ef að áætlun og afgreiðsla lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum dregst í langan tíma til viðbótar. Hvaða áhrif það kann að hafa á þjóðarbúið. Það var það sem ég gerði," segir Jóhanna. Forsætisráðherra segir brýnt gengið verði frá Icesave málinu sem allra fyrst. „Við höfum mjög stuttan tíma. Það er mjög margt undir í þessu. Ég er að vona að þetta mál fari að skýrast og klárast núna í næstu viku, hálfum mánuði." Jóhanna þorir ekki að segja nákvæmlega til hvenær frumvarpið verði lagt fram. „Ég vona að það verði sem allra fyrst. Við höfum beðið alltof lengi eftir þessu og ég vona að það verði sem allra fyrst. Ég er auðvitað mjög ósátt við það hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að tengja lánafyrirgreiðslu við Icesave deiluna," segir Jóhanna.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira