Innlent

Ekki stemning fyrir skynsemi

borgar þór einarsson
borgar þór einarsson

„Það er lítil stemning fyrir skynseminni í íslensku samfélagi um þessar mundir," segir Borgar Þór Einarsson, ritstjóri Lögmannablaðsins í ritstjóragrein nýjasta heftisins. Greinin ber heitið „Engin stemning fyrir skynseminni".

Í greininni áréttar Borgar mikilvægi réttarríkisins, réttlátrar málsmeðferðar og óvilhallra dómstóla. Segir hann þá einstaklinga fá hljómgrunn í samfélaginu sem bera á borð fordæmingu í forrétt, skyndilausnir og alhæfingar í aðalrétt og aftöku án dóms og laga í desert.

„Þeir sem eyðileggja veðsettu húsin sín eða hvetja fólk til lögbrota eru ekki hetjur. Þeir sem ekki virða grundvallarreglur réttarríkisins um réttláta málsmeðferð eru það ekki heldur," segir að lokum í greininni.

Vill Borgar meina að hetjur Íslands séu þeir sem taka upp hanskann fyrir skynsemina og andæfa stemningunni.- vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×