N-listinn aftur í sviðsljósið 2. maí 2009 07:00 David Lynch og N-listinn sálugi deila sömu hugsjónum; að hugleiðsla lítils hóps geti haft veruleg áhrif á þjóðarsálina, virkjað kraftinn. „Við fengum 995 atkvæði, stefndum alltaf að því að koma manni inn og fá þannig eitthvað fjármagn í kassann,“ segir Bjarki Björgúlfsson, nemi í Bretlandi. Hann var á lista Náttúrlagaflokkans í Alþingiskosningunum árið 1995 sem boðaði þar innhverfa íhugun til hjálpar Íslendingum; að lítill hópur fólks myndi stunda þessa hugleiðslutækni og ná þannig að virkja kraft þjóðarinnar enn frekar. Þetta hringir kannski einhverjum bjöllum enda sami boðskapur og bandaríski kvikmyndaleikstjórinn David Lynch hyggst flytja á fyrirlestri sínum í Háskólabíói á laugardaginn. „Þetta er óneitanlega nokkuð skondið og eflaust hefði framboð okkur hlotið meiri hljómgrunn í dag en þá,“ segir Bjarki. Hann kveðst í dag ekki vera dyggur fylgismaður innhverfrar íhugunar en grípur til hennar þegar mikið liggur við. Og ber henni vel söguna. „Já, ég get alveg sagt að mér leið öðruvísi, ég var yfirvegaðari og betur í stakk búinn að takast á við vandamál, það var eins og maður hefði einhverja óútskýranlega ró og kraft,“ útskýrir Bjarki. Ekki loku fyrir það skotið að þessi tækni gæti nýst íslenskum stjórnmálamönnum þegar þeir takast á við efnahagsvandann. Forsvarsmaður hópsins var Jón Hannes Halldórsson ferðamálafrömuður en hann lést skömmu eftir kosningar. Framboðið lognaðist í kjölfarið út af og hefur lítið til þess spurst. Reyndar voru bæði systir og bróðir Bjarka á lista og hann hlær þegar hann rifjar upp kosningabaráttuna, „Já, já, þau voru send í þjóðmálaumræðuþætti og ég veit ekki hvað, þetta var rosalega skemmtilegt og kannski hefðum við átt að bjóða okkur aftur fram í ár.“- fgg Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Við fengum 995 atkvæði, stefndum alltaf að því að koma manni inn og fá þannig eitthvað fjármagn í kassann,“ segir Bjarki Björgúlfsson, nemi í Bretlandi. Hann var á lista Náttúrlagaflokkans í Alþingiskosningunum árið 1995 sem boðaði þar innhverfa íhugun til hjálpar Íslendingum; að lítill hópur fólks myndi stunda þessa hugleiðslutækni og ná þannig að virkja kraft þjóðarinnar enn frekar. Þetta hringir kannski einhverjum bjöllum enda sami boðskapur og bandaríski kvikmyndaleikstjórinn David Lynch hyggst flytja á fyrirlestri sínum í Háskólabíói á laugardaginn. „Þetta er óneitanlega nokkuð skondið og eflaust hefði framboð okkur hlotið meiri hljómgrunn í dag en þá,“ segir Bjarki. Hann kveðst í dag ekki vera dyggur fylgismaður innhverfrar íhugunar en grípur til hennar þegar mikið liggur við. Og ber henni vel söguna. „Já, ég get alveg sagt að mér leið öðruvísi, ég var yfirvegaðari og betur í stakk búinn að takast á við vandamál, það var eins og maður hefði einhverja óútskýranlega ró og kraft,“ útskýrir Bjarki. Ekki loku fyrir það skotið að þessi tækni gæti nýst íslenskum stjórnmálamönnum þegar þeir takast á við efnahagsvandann. Forsvarsmaður hópsins var Jón Hannes Halldórsson ferðamálafrömuður en hann lést skömmu eftir kosningar. Framboðið lognaðist í kjölfarið út af og hefur lítið til þess spurst. Reyndar voru bæði systir og bróðir Bjarka á lista og hann hlær þegar hann rifjar upp kosningabaráttuna, „Já, já, þau voru send í þjóðmálaumræðuþætti og ég veit ekki hvað, þetta var rosalega skemmtilegt og kannski hefðum við átt að bjóða okkur aftur fram í ár.“- fgg
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira