N-listinn aftur í sviðsljósið 2. maí 2009 07:00 David Lynch og N-listinn sálugi deila sömu hugsjónum; að hugleiðsla lítils hóps geti haft veruleg áhrif á þjóðarsálina, virkjað kraftinn. „Við fengum 995 atkvæði, stefndum alltaf að því að koma manni inn og fá þannig eitthvað fjármagn í kassann,“ segir Bjarki Björgúlfsson, nemi í Bretlandi. Hann var á lista Náttúrlagaflokkans í Alþingiskosningunum árið 1995 sem boðaði þar innhverfa íhugun til hjálpar Íslendingum; að lítill hópur fólks myndi stunda þessa hugleiðslutækni og ná þannig að virkja kraft þjóðarinnar enn frekar. Þetta hringir kannski einhverjum bjöllum enda sami boðskapur og bandaríski kvikmyndaleikstjórinn David Lynch hyggst flytja á fyrirlestri sínum í Háskólabíói á laugardaginn. „Þetta er óneitanlega nokkuð skondið og eflaust hefði framboð okkur hlotið meiri hljómgrunn í dag en þá,“ segir Bjarki. Hann kveðst í dag ekki vera dyggur fylgismaður innhverfrar íhugunar en grípur til hennar þegar mikið liggur við. Og ber henni vel söguna. „Já, ég get alveg sagt að mér leið öðruvísi, ég var yfirvegaðari og betur í stakk búinn að takast á við vandamál, það var eins og maður hefði einhverja óútskýranlega ró og kraft,“ útskýrir Bjarki. Ekki loku fyrir það skotið að þessi tækni gæti nýst íslenskum stjórnmálamönnum þegar þeir takast á við efnahagsvandann. Forsvarsmaður hópsins var Jón Hannes Halldórsson ferðamálafrömuður en hann lést skömmu eftir kosningar. Framboðið lognaðist í kjölfarið út af og hefur lítið til þess spurst. Reyndar voru bæði systir og bróðir Bjarka á lista og hann hlær þegar hann rifjar upp kosningabaráttuna, „Já, já, þau voru send í þjóðmálaumræðuþætti og ég veit ekki hvað, þetta var rosalega skemmtilegt og kannski hefðum við átt að bjóða okkur aftur fram í ár.“- fgg Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
„Við fengum 995 atkvæði, stefndum alltaf að því að koma manni inn og fá þannig eitthvað fjármagn í kassann,“ segir Bjarki Björgúlfsson, nemi í Bretlandi. Hann var á lista Náttúrlagaflokkans í Alþingiskosningunum árið 1995 sem boðaði þar innhverfa íhugun til hjálpar Íslendingum; að lítill hópur fólks myndi stunda þessa hugleiðslutækni og ná þannig að virkja kraft þjóðarinnar enn frekar. Þetta hringir kannski einhverjum bjöllum enda sami boðskapur og bandaríski kvikmyndaleikstjórinn David Lynch hyggst flytja á fyrirlestri sínum í Háskólabíói á laugardaginn. „Þetta er óneitanlega nokkuð skondið og eflaust hefði framboð okkur hlotið meiri hljómgrunn í dag en þá,“ segir Bjarki. Hann kveðst í dag ekki vera dyggur fylgismaður innhverfrar íhugunar en grípur til hennar þegar mikið liggur við. Og ber henni vel söguna. „Já, ég get alveg sagt að mér leið öðruvísi, ég var yfirvegaðari og betur í stakk búinn að takast á við vandamál, það var eins og maður hefði einhverja óútskýranlega ró og kraft,“ útskýrir Bjarki. Ekki loku fyrir það skotið að þessi tækni gæti nýst íslenskum stjórnmálamönnum þegar þeir takast á við efnahagsvandann. Forsvarsmaður hópsins var Jón Hannes Halldórsson ferðamálafrömuður en hann lést skömmu eftir kosningar. Framboðið lognaðist í kjölfarið út af og hefur lítið til þess spurst. Reyndar voru bæði systir og bróðir Bjarka á lista og hann hlær þegar hann rifjar upp kosningabaráttuna, „Já, já, þau voru send í þjóðmálaumræðuþætti og ég veit ekki hvað, þetta var rosalega skemmtilegt og kannski hefðum við átt að bjóða okkur aftur fram í ár.“- fgg
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira