Enski boltinn

Wenger ætlar að fara varlega með Eduardo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eduardo í leiknum með landsliði Króatíu í vikunni.
Eduardo í leiknum með landsliði Króatíu í vikunni. Nordic Photos / AFP
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar að fara varlega í að nota Eduardo í næstu leikjum en hann er nú að komast aftur af stað eftir langvarandi og erfið meiðsli.

Hann lék þó með króatíska landsliðinu nú á miðvikudagskvöldið og lagði upp sigurmark sinna manna í 2-1 sigri á Rúmeníu.

Hann var á meðal varamanna Arsenal gegn Tottenham í síðustu viku og gæti komið við sögu í leik Arsenal gegn Cardiff í ensku bikarkeppninni á mánudagskvöldið.

„Hann er klár í slaginn," sagði Wenger á heimasíðu Arsenal. „En ég veit ekki hvort hann nær leiknum gegn Cardiff. Ég vil ekki lofa neinu."

Sjálfur sagðist Eduardo vera klár í slaginn. „Mér líður vel og sýndi að ég get enn spilað fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×