Lífið

Vel stemmd fyrir kvöldinu

Helga Arnardóttir skrifar
Jóhanna Guðrún og Friðrik Ómar
Jóhanna Guðrún og Friðrik Ómar
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, segist vongóð um að komast áfram eftir undankeppnina sem haldin verður í Moskvu í kvöld. Hún hafi fengið góð viðbrögð við laginu en sé þó með fæturna á jörðinni.

Jóanna og fylgdarlið hennar hafa verið í fullum undirbúningi í Moskvu þar sem Söngvakeppnin verður haldin á laugardaginn. Haldnar verða tvær undankeppnir í kvöld og á fimmtudag og flytur Jóhanna lagið IS IT TRUE eftir Óskar Pál Sveinsson klukkan sjö í kvöld. Íslenska lagið verður 12 tólfta í röðinni. Jóhanna var vel stemmd fyrir kvöldið.

„Ég er mjög vongóð enda erum við búin að undirbúa okkur vel og fá fullt af æfingum. Við höfum líka fengið góða dóma en við erum ekkert of sigurviss þegar við stígum á svið, þarna eru mörg mjög góð lög," segir Jóhanna.

Álag undanfarinna daga hafi verið erfiðast en einnig mjög ánægjulegt. Jóhanna segist ekkert vera kvíðin fyrir kvöldinu.

„Ég er bera mjög vel stemmd og er það yfirleitt, alltaf rosalega rólegu. Það er engin ástæða til þess að vera kvíðin."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.