Innlent

Krefjast léttari skattabyrði fyrir lágtekjufólk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson er formaður Alþýðusambands Íslands. Mynd/ Anton Brink.
Gylfi Arnbjörnsson er formaður Alþýðusambands Íslands. Mynd/ Anton Brink.
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að gerðar verði breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, þar sem staðið verði við fyrirheit um að létta skattbyrði þeirra tekjulægstu og komið verði betur til móts við erfiða greiðslustöðu heimilanna með hækkun barna- og vaxtabóta.

Í ályktun sem miðstjórn sambandsins samþykkti í gær segir að mikilvægt sé að náið samráð verði haft við verkalýðshreyfinguna um nauðsynlegar skattkerfisbreytingar.

Ennfremur ítrekar miðstjórnin mikilvægi þess að þegar í stað verði ráðist í framkvæmdir í samstarfi við lífeyrissjóðina til að efla atvinnu og hagvöxt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×