Innlent

Byrja að stunda kynlíf 11 og 12 ára gömul

Dæmi eru um að íslensk ungmenni byrji að stunda kynlíf ellefu og tólf ára gömul. Meðalaldur fyrstu kynmaka fer þó hækkandi samkvæmt nýrri rannsókn.

Sóley Bender, prófessor við Háskóla Íslands, kynnti í dag fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á kynhegðun íslenskra unglinga. Hún spurði 2500 ungmenni og fékk yfir þúsund svör. Hún tekur fram að gögnin eigi eftir að skoða nánar.

Sóley, segir að niðurstöðurnar bendi til þess að meðalaldur varðandi fyrstu kynmök fari hækkandi. Meðalaldurinn s nú 16 ára en hann var áður rúmlega 15 ára.

Sóley segir að langflestir noti smokkinn í fyrstu kynmökum. Yfir 70% ungmenna. Þá er nokkuð um áfengisdrykkju. Um þriðjungur hefur neytt áfengis við fyrstu kynmök. Flestir geri það ekki.

„Þeir sem hugsanlega eru að nota áfengi eru kannski síður líklegir til að nota getnaðarvarnir," segir Sóley.

Hún segir að dæmi séu um að sumir byrji að stunda kynlíf mjög ungir. „Alveg niður í 11 til 12 ára aldur."

Sóley bætir því við að sérstaklega hafi verið spurt um hvort börnin geri þetta af fúsum og frjálsum vilja. Svo sé í lang flestum tilvikum, en um 2% ungmennanna segi annað. „Þá er þetta sennilega mjög lítið hlutfall. Sem betur fer."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×