Innlent

Gjöldin hækki ekki næsta árið

Þorleifur Gunnlaugsson
Þorleifur Gunnlaugsson

Borgarfulltrúar Vinstri grænna vilja ekki að gjaldskrá Strætós verði hækkuð næsta árið og að haldið verði sérstakt íbúaþing um málefni fyrirtækisins, áður en yfirstandandi stefnumótun um framtíð þess verði kláruð.

Þetta er meðal átta markmiða VG, sem bókuð voru á borgarstjórnarfundi á þriðjudag.

VG vill einnig að minnihlutinn í Reykjavík fái aðkomu að stjórn Strætós, og að Innri endurskoðun Reykjavíkur fari með innri endurskoðun Strætós.

Þá eigi sveitarfélögum að vera frjálst, hverju fyrir sig, að nýta það fé sem kunni að koma frá ríkinu til almenningssamgangna. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×