Íslensk kona í Palestínu óttast ísraelska hermenn og lögreglu Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. janúar 2009 10:31 Elsa og Katrín María dóttir hennar. Mynd/ Af facebook síðu. Íslensk kona sem býr í Jerúsalem, í um þriggja tíma akstursleið frá Gaza, segist varla hafa komist út úr húsi eftir að átökin á Gaza hófust í desember. Konan sem býr þar ásamt palenstínskum eiginmanni og tveimur dætrum sínum hefur dvalið í Palestínu frá því í ágúst síðastliðnum. Vegabréfsáritun hennar er útrunnin og þess vegna óttast hún afskipti lögreglu og hermanna.Mikil öryggisgæsla Elsa Dóróthea Daníelsdóttir, sem er liðlega þrítugur Breiðhyltingur, segir að fólk hafi orðið vart við hermenn alls staðar um Jerúsalem að undanförnu „Sérstaklega núna eftir að þetta byrjaði á Gaza, að þá hefur öll öryggisgæsla aukist til muna og allsstaðar eru lögreglumenn og hermenn út um alla borgina. Sérstaklega á föstudögum, þegar fólk gengur til bæna í moskunni í gömlu borginni. Þá varla komumst við áfram fyrir hernum og lögreglunni. Þeir loka öllum götum að moskunni því þeir eru að reyna að hefta fólk í að fara að biðja. Af því að þegar fólk fer að biðja að þá fer það venjulega að mótmæla eftir á," segir Elsa. Elsa segir þó að lífið sé komið í nokkuð eðlilegar skorður í Beit Hanina, hverfinu sem hún býr í, þrátt fyrir aðstæður. Hins vegar hafi allt daglegt líf verið í lamasessi fyrst eftir árásirnar í desember, „Þetta var bara draugabær," segir Elsa. Hún segir ótrúlegt hvað það taki fólk skamman tíma að venjast aðstæðum. „Það er það merkilega við þetta fólk, að það virðist alltaf allt falla í fastar skorður hjá því. Það er sama hvað gengur á. Þau eru svo vön. Af því að þau eru fædd og uppalin í þessari eymd og volæði í rauninni," segir Elsa.Með útrunnið dvalarleyfi Elsa sem á tvær dætur, eins árs gamla og níu ára gamla, segir að eldri dóttir sín sé farin að venjast ástandinu. „Hún upplifir þetta sem eðlilegan hlut núorðið. Fyrst þegar að hún kom þá fannst henni þetta allt svo skrýtið. Að sjá allar þessar byssur og þessa hermenn, en nú orðið upplifir hún þetta eins og þetta sé alveg eðlilegt. Og það er það asnalegasta við þetta. Þegar maður býr hér að þá kemst maður svo fljótt inn í þennan hugsunarhátt," segir Elsa. Elsa segist ekki komast út úr húsi af því að hún er með útrunnið dvalarleyfi „Vegna þess að ég má hvergi hitta lögreglumann eða hermann. Ef þeir biðja um dvalarleyfið mitt og sjá að ég er útrunnin að þá bara vísa þeir mér úr landi með það sama," segir Elsa. Hún bætir því við að lögreglumenn og hermenn séu með varðstöðvar víðsvegar um borgina og stöðvi fólk án alls fyrirvara. Hún segist heldur ekki geta flúið heim til Íslands á meðan hún sé án dvalarleyfis. Verði hún gripin á leiðinni úr landi geti hún lent á svörtum lista og hugsanlega ekki átt afturkvæmt til landsins. Og það vil ég náttúrulega ekki því að ég á fjölskyldu hér og vil geta komið hingað þegar að ég vil," segir Elsa.Níu ára gömul dóttir styður Palestínumenn Elsa segir að þegar fólk búi á meðal Palestínumanna þá sé auðvelt að átta sig á því hvers kyns kúgun Ísraelsmenn beiti þá. Þetta eigi bæði við um sig og níu ára gamla dóttur sína. „Þegar maður býr hérna Palestínumegin að þá strax upplifir þú þig sem Palestínumann og þá strax sérðu í gegnum gyðingana. Það er auðvelt að sjá í gegnum gyðingana. Þegar að þú sérð hvernig þeir koma fram við Palestínumennina þá geturðu ekki annað en verið á móti þeim," segir Elsa. Hún segir að Palestínumenn hafi þolað áratugalanga kúgun af hálfu Ísraelsmanna og heimurinn hafi alltaf horft í hina áttina. Nú sé heimurinn loksins farinn að átta sig á því sem sé að gerast. „Og það sem við vonum er að Ísland, íslenska ríkisstjórnin, hafi þann kjark og þor að sýna styrk sinn með því að mótmæla eins og ríkisstjórn Venesúela til dæmis. Við skorum á þá að gera það. Sýna sama hugrekki," segir Elsa. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Íslensk kona sem býr í Jerúsalem, í um þriggja tíma akstursleið frá Gaza, segist varla hafa komist út úr húsi eftir að átökin á Gaza hófust í desember. Konan sem býr þar ásamt palenstínskum eiginmanni og tveimur dætrum sínum hefur dvalið í Palestínu frá því í ágúst síðastliðnum. Vegabréfsáritun hennar er útrunnin og þess vegna óttast hún afskipti lögreglu og hermanna.Mikil öryggisgæsla Elsa Dóróthea Daníelsdóttir, sem er liðlega þrítugur Breiðhyltingur, segir að fólk hafi orðið vart við hermenn alls staðar um Jerúsalem að undanförnu „Sérstaklega núna eftir að þetta byrjaði á Gaza, að þá hefur öll öryggisgæsla aukist til muna og allsstaðar eru lögreglumenn og hermenn út um alla borgina. Sérstaklega á föstudögum, þegar fólk gengur til bæna í moskunni í gömlu borginni. Þá varla komumst við áfram fyrir hernum og lögreglunni. Þeir loka öllum götum að moskunni því þeir eru að reyna að hefta fólk í að fara að biðja. Af því að þegar fólk fer að biðja að þá fer það venjulega að mótmæla eftir á," segir Elsa. Elsa segir þó að lífið sé komið í nokkuð eðlilegar skorður í Beit Hanina, hverfinu sem hún býr í, þrátt fyrir aðstæður. Hins vegar hafi allt daglegt líf verið í lamasessi fyrst eftir árásirnar í desember, „Þetta var bara draugabær," segir Elsa. Hún segir ótrúlegt hvað það taki fólk skamman tíma að venjast aðstæðum. „Það er það merkilega við þetta fólk, að það virðist alltaf allt falla í fastar skorður hjá því. Það er sama hvað gengur á. Þau eru svo vön. Af því að þau eru fædd og uppalin í þessari eymd og volæði í rauninni," segir Elsa.Með útrunnið dvalarleyfi Elsa sem á tvær dætur, eins árs gamla og níu ára gamla, segir að eldri dóttir sín sé farin að venjast ástandinu. „Hún upplifir þetta sem eðlilegan hlut núorðið. Fyrst þegar að hún kom þá fannst henni þetta allt svo skrýtið. Að sjá allar þessar byssur og þessa hermenn, en nú orðið upplifir hún þetta eins og þetta sé alveg eðlilegt. Og það er það asnalegasta við þetta. Þegar maður býr hér að þá kemst maður svo fljótt inn í þennan hugsunarhátt," segir Elsa. Elsa segist ekki komast út úr húsi af því að hún er með útrunnið dvalarleyfi „Vegna þess að ég má hvergi hitta lögreglumann eða hermann. Ef þeir biðja um dvalarleyfið mitt og sjá að ég er útrunnin að þá bara vísa þeir mér úr landi með það sama," segir Elsa. Hún bætir því við að lögreglumenn og hermenn séu með varðstöðvar víðsvegar um borgina og stöðvi fólk án alls fyrirvara. Hún segist heldur ekki geta flúið heim til Íslands á meðan hún sé án dvalarleyfis. Verði hún gripin á leiðinni úr landi geti hún lent á svörtum lista og hugsanlega ekki átt afturkvæmt til landsins. Og það vil ég náttúrulega ekki því að ég á fjölskyldu hér og vil geta komið hingað þegar að ég vil," segir Elsa.Níu ára gömul dóttir styður Palestínumenn Elsa segir að þegar fólk búi á meðal Palestínumanna þá sé auðvelt að átta sig á því hvers kyns kúgun Ísraelsmenn beiti þá. Þetta eigi bæði við um sig og níu ára gamla dóttur sína. „Þegar maður býr hérna Palestínumegin að þá strax upplifir þú þig sem Palestínumann og þá strax sérðu í gegnum gyðingana. Það er auðvelt að sjá í gegnum gyðingana. Þegar að þú sérð hvernig þeir koma fram við Palestínumennina þá geturðu ekki annað en verið á móti þeim," segir Elsa. Hún segir að Palestínumenn hafi þolað áratugalanga kúgun af hálfu Ísraelsmanna og heimurinn hafi alltaf horft í hina áttina. Nú sé heimurinn loksins farinn að átta sig á því sem sé að gerast. „Og það sem við vonum er að Ísland, íslenska ríkisstjórnin, hafi þann kjark og þor að sýna styrk sinn með því að mótmæla eins og ríkisstjórn Venesúela til dæmis. Við skorum á þá að gera það. Sýna sama hugrekki," segir Elsa.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira