Kraftaverkasaga heróínfíkils 21. júlí 2009 06:00 Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður segist hafa heillast af sögunni um Suyash. fréttablaðið/Gva Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður vinnur að nýrri heimildarmynd sem fjallar um líf götustráksins Suyash sem stofnaði meðferðarheimili í höfuðborg Nepal. „Þetta er lítil kraftaverkasaga,“ segir Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður um heimildarmynd sem hann vinnur að. Myndin fjallar um Suyash, götustrák og fyrrverandi heróínfíkil, sem opnaði meðferðastöð í Kathmandu, höfuðborg Nepal, með hjálp frá bandarískum áfengisráðgjafa og íslenskum lækni. „Þetta byrjaði þannig að Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, fór til Nepal í gegnum samtökin Recovery Without Boarders, til að aðstoða Suyash við rekstur meðferðarheimilisins. Ég frétti svo af þessum unga manni og starfi hans í Kathmandu frá vinkonu minni sem hafði sótt fyrirlestur hjá Valgerði um meðferðarheimilið og þar með var áhugi minn vakinn. Það eru um 80-100 þúsund sprautufíklar í Kathmandu og um níutíu prósent þeirra eru HIV smitaðir, þannig að þetta er stórt og mikið verkefni sem Suyash hefur ráðist í,“ segir Heimir. Saga Suyash er að mörgu leyti ótrúleg. Fjölskylda hans rak hann á dyr þegar hann byrjaði í neyslu og í sjö ár bjó hann á skítugum götum í „Toilet“-hverfinu í Kathmandu. „Hverfið er það allra fátækasta í borginni. Þar býr fjöldi munaðarlausra barna sem mörg hver frjósa til dauða í frosthörkunum á veturna. Mansal og vændi eru stórt vandamál í landinu og HIV er orðið það útbreitt að því hefur verið lýst sem faraldri og ástandið fer versnandi ár frá ári. Vendipunkturinn í lífi Suyash varð þegar kofinn hans brann stuttu eftir að hann hafði lent í höndunum á glæpamönnum sem höfðu ráðist á hann með sveðju. Hann hætti í neyslu en ákvað að til að ná fullkomnum bata yrði hann að hjálpa öðrum. Hann stofnaði meðferðarheimili og stuttu seinna voru tuttugu og þrír sjúklingar fluttir þangað inn til meðferðar. Gallinn var bara sá að Suyash vissi ekki hvernig átti að fara að og leitaði hjálpar hjá Jake Epperly, áfengisráðgjafa í Chicago, sem leiðbeindi honum í gegnum bréfaskriftir.“ Síðan þá hefur meðferðarheimilið stækkað og með fjármagni og aðstoð sjálfboðaliða hefur einnig verið hægt að koma á laggirnar meðferðarheimili fyrir konur. Undirbúningur fyrir tökur á heimildarmyndinni eru komnar vel á veg og mun Heimir halda aftur til Nepal í haust ásamt Árna Ben, hljóðmanni, og ljúka tökum. Þeim sem vilja kynna sér söguna um Suyash betur er bent á síðuna www.keepcomingbackfilm.com. sara@frettabladid.is Mögnuð saga fíkils Kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson, til vinstri, vinnur nú að mynd um nepalskan götustrák sem segir skilið við heróínneyslu og stofnar meðferðarheimili í höfuðborg landsins. Fíkillinn, sem heitir, Siuyash ákvað að auðveldast væri fyrir hann að halda sjálfum sér á beinu brautinni ef hann hjálpaði öðrum fíklum. Heimir fer til Nepals í haust til að ljúka tökum á myndinni. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður vinnur að nýrri heimildarmynd sem fjallar um líf götustráksins Suyash sem stofnaði meðferðarheimili í höfuðborg Nepal. „Þetta er lítil kraftaverkasaga,“ segir Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður um heimildarmynd sem hann vinnur að. Myndin fjallar um Suyash, götustrák og fyrrverandi heróínfíkil, sem opnaði meðferðastöð í Kathmandu, höfuðborg Nepal, með hjálp frá bandarískum áfengisráðgjafa og íslenskum lækni. „Þetta byrjaði þannig að Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, fór til Nepal í gegnum samtökin Recovery Without Boarders, til að aðstoða Suyash við rekstur meðferðarheimilisins. Ég frétti svo af þessum unga manni og starfi hans í Kathmandu frá vinkonu minni sem hafði sótt fyrirlestur hjá Valgerði um meðferðarheimilið og þar með var áhugi minn vakinn. Það eru um 80-100 þúsund sprautufíklar í Kathmandu og um níutíu prósent þeirra eru HIV smitaðir, þannig að þetta er stórt og mikið verkefni sem Suyash hefur ráðist í,“ segir Heimir. Saga Suyash er að mörgu leyti ótrúleg. Fjölskylda hans rak hann á dyr þegar hann byrjaði í neyslu og í sjö ár bjó hann á skítugum götum í „Toilet“-hverfinu í Kathmandu. „Hverfið er það allra fátækasta í borginni. Þar býr fjöldi munaðarlausra barna sem mörg hver frjósa til dauða í frosthörkunum á veturna. Mansal og vændi eru stórt vandamál í landinu og HIV er orðið það útbreitt að því hefur verið lýst sem faraldri og ástandið fer versnandi ár frá ári. Vendipunkturinn í lífi Suyash varð þegar kofinn hans brann stuttu eftir að hann hafði lent í höndunum á glæpamönnum sem höfðu ráðist á hann með sveðju. Hann hætti í neyslu en ákvað að til að ná fullkomnum bata yrði hann að hjálpa öðrum. Hann stofnaði meðferðarheimili og stuttu seinna voru tuttugu og þrír sjúklingar fluttir þangað inn til meðferðar. Gallinn var bara sá að Suyash vissi ekki hvernig átti að fara að og leitaði hjálpar hjá Jake Epperly, áfengisráðgjafa í Chicago, sem leiðbeindi honum í gegnum bréfaskriftir.“ Síðan þá hefur meðferðarheimilið stækkað og með fjármagni og aðstoð sjálfboðaliða hefur einnig verið hægt að koma á laggirnar meðferðarheimili fyrir konur. Undirbúningur fyrir tökur á heimildarmyndinni eru komnar vel á veg og mun Heimir halda aftur til Nepal í haust ásamt Árna Ben, hljóðmanni, og ljúka tökum. Þeim sem vilja kynna sér söguna um Suyash betur er bent á síðuna www.keepcomingbackfilm.com. sara@frettabladid.is Mögnuð saga fíkils Kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson, til vinstri, vinnur nú að mynd um nepalskan götustrák sem segir skilið við heróínneyslu og stofnar meðferðarheimili í höfuðborg landsins. Fíkillinn, sem heitir, Siuyash ákvað að auðveldast væri fyrir hann að halda sjálfum sér á beinu brautinni ef hann hjálpaði öðrum fíklum. Heimir fer til Nepals í haust til að ljúka tökum á myndinni.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira