Segir Icesave fyrirvarana niðurtætta Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2009 14:28 Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður. „Mér sýnist að það sé búið að tæta dálítið niður einstaka af þeim fyrirvörum sem Alþingi setti fyrir samkomulaginu nú í sumar," segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður um Icesave samkomulagið sem skrifað var undir í hádeginu. Hann segir þó samkomulagið þó vera í skárri búningi en það hafi verið í upphafi. „En ekki finnst mér það nú gott," segir Ragnar. Ragnar segir ákvæði, um að Íslendingar skuli efna til viðræðna við Breta og Hollendinga ef dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að Íslendingum hafi ekki borið skylda til að ábyrgjast innistæður í Icesave, vera stórgallað. „Venjulega þýðir það, að maður fái dóm um það að maður verði sýknaður af greiðslukröfu, að þá þarf maður ekkert að tala um hana meira. Þá er maður laus af skuldbindingunni. Hérna er þá um það að ræða að við höfum samið um greiðslu af kröfunni þó svo að við mótmælum greiðsluskyldunni. Og það er alls ekki ljóst af þessum texta hvaða niðurstöðu við getum knúið fram gagnvart Bretum og Hollendingum ef dómur gengur í þessa átt - eða ég get ekki séð það," segir Ragnar. Þá segir Ragnar að það ákvæði sem kennt hafi verið við hann sjálfan og lúti að skiptingu á þrotabúi Landsbankans sé verulega útvatnað. „Það er núna í þessu nýja uppleggi lagt upp þannig að þessi regla sem ég hef talið að eigi að gilda verður viðurkennd að því tilskildu að það sé bæði niðurstaða íslenskra dómstóla og í samræmi við ráðgefandi álit sem komi frá EFTA dómstólnum," segir Ragnar. Alls óvíst sé hvort ráðgefandi álit fáist og ef það gerist ekki sé reglan úti. „Það er ekkert útilokað að það fáist en það er fjarri því að það sé sjálfgefið," segir Ragnar. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
„Mér sýnist að það sé búið að tæta dálítið niður einstaka af þeim fyrirvörum sem Alþingi setti fyrir samkomulaginu nú í sumar," segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður um Icesave samkomulagið sem skrifað var undir í hádeginu. Hann segir þó samkomulagið þó vera í skárri búningi en það hafi verið í upphafi. „En ekki finnst mér það nú gott," segir Ragnar. Ragnar segir ákvæði, um að Íslendingar skuli efna til viðræðna við Breta og Hollendinga ef dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að Íslendingum hafi ekki borið skylda til að ábyrgjast innistæður í Icesave, vera stórgallað. „Venjulega þýðir það, að maður fái dóm um það að maður verði sýknaður af greiðslukröfu, að þá þarf maður ekkert að tala um hana meira. Þá er maður laus af skuldbindingunni. Hérna er þá um það að ræða að við höfum samið um greiðslu af kröfunni þó svo að við mótmælum greiðsluskyldunni. Og það er alls ekki ljóst af þessum texta hvaða niðurstöðu við getum knúið fram gagnvart Bretum og Hollendingum ef dómur gengur í þessa átt - eða ég get ekki séð það," segir Ragnar. Þá segir Ragnar að það ákvæði sem kennt hafi verið við hann sjálfan og lúti að skiptingu á þrotabúi Landsbankans sé verulega útvatnað. „Það er núna í þessu nýja uppleggi lagt upp þannig að þessi regla sem ég hef talið að eigi að gilda verður viðurkennd að því tilskildu að það sé bæði niðurstaða íslenskra dómstóla og í samræmi við ráðgefandi álit sem komi frá EFTA dómstólnum," segir Ragnar. Alls óvíst sé hvort ráðgefandi álit fáist og ef það gerist ekki sé reglan úti. „Það er ekkert útilokað að það fáist en það er fjarri því að það sé sjálfgefið," segir Ragnar.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira