Erlent

Jemaah Islamiyah lætur að sér kveða

Andri Ólafsson skrifar
Átta létust í sprengingunni.
Átta létust í sprengingunni. Mynd/AFP

Öll spjót beinast að Jemaah Islamiyah hópnum eftir að tvær sprengjur voru sprengdar í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í gær. Átta eru látnir og fimmtíu og fimm slasaðir.

Sprengjurnar sprungu á tveimur lúxushótelum í miðborg Jakarta. Marriot hótelinu og Ritz Carlton hótelinu. Diplómatar og kaupsýslumenn eru þar tíðir gestir en hótelin þykja afar örugg. Sprengingarnar marka endalok fjögurra ára tímabils stöðugleika en fram til ársins 2005 hafi Jemaah Islamiyah hópurinn sig mjög í frammi og skipulagði mörg sprengjutilræði. Það hriklalegasta líklega á Bali þar sem 202 létust. Undanfarin ár hefur hópnum hins vegar verið haldið í skefjum eða þar til nú.

Þetta er líka mikið áfall fyrir Bambang Yudhoyono forseta sem var nýlega endurkjörinn í skjóli mikils uppgangs í efnahagslífi landsins en ekki síst vegna þess hve vel tekist hefur að halda íslamistum í skefjum í þessum fjölmennasta ríki múslima í heiminum.

Af þeim átta látnu eru 4 evrópubúar; Norðmaður, Hollendingur Breti og Ítali.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×