Lífið

Klæðnaður Evu og Ragnhildar Steinunnar leyndó

Ragnhildur Steinunn og Eva María.
Ragnhildur Steinunn og Eva María.
„Já það er rétt. Fólk var að tala um að við höfðum ekki verið nógu hátíðlegar í klæðnaði síðasta laugardag," segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona þegar Vísir ber undir hana umtalið sem skapaðist í þjóðfélaginu um mynstruðu lopapeysurnar sem hún og samstarfskona hennar, Eva María Jónsdóttir, klæddust síðasta laugardag í fyrsta þætti undankeppni Júróvisjón í ár.
Glæsilegir kjólar Ragnhildar Steinunnar vöktu mikla athygli í fyrra. MYND/Fréttablaðið.

„Við ætlum að taka það til greina í næsta þætti. En við viljum samt ekki segja hvað eða hvernig," segir Ragnhildur Steinunn leyndardómsfull.

„Annars erum við spenntar að heyra öll hin lögin í keppninni."

„Það er ekki vinnufriður hérna í Efstaleiti því við hlæjum svo mikið við að skoða gömlu Júróvisjónlögin," segir Ragnhildur Steinunn áður en kvatt er.

Þátturinn er á dagskrá RÚV klukkan 20:10 annað kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.