Innlent

Ögmundur Jónasson: Sallarólegur þrátt fyrir að vera ekki inni

Ögmundur hugsar ekki lengra en að næstu tölum.
Ögmundur hugsar ekki lengra en að næstu tölum.

„Ég hef áður reynt að vera inni og úti alla nóttina, síðast var það í þingkosningum árið 1995," segir heilbrigðisráðherrann Ögmundur Jónasson sem er ekki inni fyrir Vinstri græna í suðvestukjördæmi. Hann segist haga sér eins og hann gerði nóttina árið 1995: „Ég er sallarólegur og að landið rísi með nóttinni."

Hann segir góða árangur flokksins mikilvægan en þó vonbrigði að VG sé að fá mun minna fylgi en skoðanakannanir hafa sýnt vikurnar fyrir kosningar.

Spurður hvað hann hyggist gera fari svo að hann komist ekki á þing svarar Ögmundur: „Ég hugsa ekki lengur en að næstu tölum, punktur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×