Idoldómari flæktur í kókaínmál Valur Grettisson skrifar 18. febrúar 2009 13:09 Björn Jörundur hugsar um einar. Fíkniefnasalinn Þorvarður Davíð Ólafsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hljóðritaði samtöl Þorvarðs við meinta viðskiptavini sína og eru þau birt óritskoðuð í dómnum. Þar má meðal annars finnna samræður Þorvarðar Davíðs við tónlistarmanninn og Idoldómarann Björn Jörund Friðbjörnsson sem áttu sér stað frá tímabilinu 19. apríl til 26. maí á síðasta ári. Endurrit liggja fyrir af nokkrum símtölum milli og Björns Jörundar sem er kallaður (B) og Þorvarðar, er áttu sér stað á tímabilinu frá 19. apríl til 26. maí 2008. Þannig segir eftirfarandi í símtali þeirra 24. apríl: B: „Mér áskotnaðist miði fyrir einn." Ákærði: „Já heyrðu þú getur alveg rölt við, ég er hérna heima." B: „Ókei." Í símtali þeirra 13. maí er eftirfarandi samtal: Ákærði: „Hæ, heyrðu var þetta ekki bara ás?" B: „Eee, eða tveir ef hægt, það ekkert mál sko." Ákærði: „Það er bara tólf sko. Bara tólf kall." B: „Ertu kominn eða?" Ákærði: „Nei, nei, það er bara tólf, tólfþúsundkall. Eruð þið tveir, eða hvað?" B: „Já, já." Þá segir í símtali þeirra 22. maí kl. 00.24: B: „Hæ, ertu nokkuð á ferðinni ennþá?" Ákærði: „Eee, ég gæti rúllað á þig fljótlega." B: „Ég ætlaði að fá hinn þarna félagann." Ákærði: „Já." B: „Tvíburabróðirinn." Ákærði: „Ókei." Loks eru eftirfarandi samtöl hinn 30. maí, kl. 23.09: Ákærði: „Ég hoppa bara, ég hoppa bara út, hvað varstu að hugsa um?" B: „Bara einar." Ákærði: „Ekki málið." B: „Heyrðu, ég labba þá niður, ég verð kominn eftir fimm mínútur." Og í símtali mínútu síðar heyrist: Ákærði: „Hæ." B: „Hæ, heyrðu, höfum þá tvo, því ég er með félaga mína og þeir klára þetta allt." Ákærði: „Ókei." Þegar haft var samband við Björn neitaði hann að um fíkniefnaviðskipti hefði verið að ræða. Hann sagðist hafa verið yfirheyrður vegna málsins, en taldi það ekki hafa neina eftirmála. Aðspurður sagðist hann þekkja Þorvarð án þess að vilja tilgreina með hvaða hætti þeir þekktust. Til hliðsjónar af samtölum Þorvarðar Davíðs við Björn og fleiri einstaklinga, var hann dæmdur fyrir kókaínsölu. Ekki þótti sannað að aðrar tegundir fíkniefna sem fundust við húsleit heima hjá honum, hafi verið ætlaðar til sölu. Þorvarður var síðan dæmdur fyrir að hafa slegið konu á síðasta ári og að auki sparkað í bringu hennar með því að hafa beitt svokölluðu „hringsparki". Þá var einnig dæmdur fyrir að sparka í klof manns við samlokukæli í 10-11 í miðborg Reykjavíkur. Að lokum var Þorvarður dæmdur fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Alls fékk Þorvarður 15 mánaða fangelsi til frádráttar komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 31. maí til 6. júní 2008. Þá var Þorvarður sviptur ökuleyfi ævilangt. Honum er gert að greiða fórnalambi sínu 324.700 krónur fyrir hringsparkið. Þá voru gerð upptæk 385,70 grömm af kókaíni, 9,71 grömm af amfetamíni, 8,83 grömm af hassi, 2,9 grömm af maríhúana og 1,29 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, auk riffils, haglabyssu, gasvopns og 300.000 krónur í reiðufé. Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Fíkniefnasalinn Þorvarður Davíð Ólafsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hljóðritaði samtöl Þorvarðs við meinta viðskiptavini sína og eru þau birt óritskoðuð í dómnum. Þar má meðal annars finnna samræður Þorvarðar Davíðs við tónlistarmanninn og Idoldómarann Björn Jörund Friðbjörnsson sem áttu sér stað frá tímabilinu 19. apríl til 26. maí á síðasta ári. Endurrit liggja fyrir af nokkrum símtölum milli og Björns Jörundar sem er kallaður (B) og Þorvarðar, er áttu sér stað á tímabilinu frá 19. apríl til 26. maí 2008. Þannig segir eftirfarandi í símtali þeirra 24. apríl: B: „Mér áskotnaðist miði fyrir einn." Ákærði: „Já heyrðu þú getur alveg rölt við, ég er hérna heima." B: „Ókei." Í símtali þeirra 13. maí er eftirfarandi samtal: Ákærði: „Hæ, heyrðu var þetta ekki bara ás?" B: „Eee, eða tveir ef hægt, það ekkert mál sko." Ákærði: „Það er bara tólf sko. Bara tólf kall." B: „Ertu kominn eða?" Ákærði: „Nei, nei, það er bara tólf, tólfþúsundkall. Eruð þið tveir, eða hvað?" B: „Já, já." Þá segir í símtali þeirra 22. maí kl. 00.24: B: „Hæ, ertu nokkuð á ferðinni ennþá?" Ákærði: „Eee, ég gæti rúllað á þig fljótlega." B: „Ég ætlaði að fá hinn þarna félagann." Ákærði: „Já." B: „Tvíburabróðirinn." Ákærði: „Ókei." Loks eru eftirfarandi samtöl hinn 30. maí, kl. 23.09: Ákærði: „Ég hoppa bara, ég hoppa bara út, hvað varstu að hugsa um?" B: „Bara einar." Ákærði: „Ekki málið." B: „Heyrðu, ég labba þá niður, ég verð kominn eftir fimm mínútur." Og í símtali mínútu síðar heyrist: Ákærði: „Hæ." B: „Hæ, heyrðu, höfum þá tvo, því ég er með félaga mína og þeir klára þetta allt." Ákærði: „Ókei." Þegar haft var samband við Björn neitaði hann að um fíkniefnaviðskipti hefði verið að ræða. Hann sagðist hafa verið yfirheyrður vegna málsins, en taldi það ekki hafa neina eftirmála. Aðspurður sagðist hann þekkja Þorvarð án þess að vilja tilgreina með hvaða hætti þeir þekktust. Til hliðsjónar af samtölum Þorvarðar Davíðs við Björn og fleiri einstaklinga, var hann dæmdur fyrir kókaínsölu. Ekki þótti sannað að aðrar tegundir fíkniefna sem fundust við húsleit heima hjá honum, hafi verið ætlaðar til sölu. Þorvarður var síðan dæmdur fyrir að hafa slegið konu á síðasta ári og að auki sparkað í bringu hennar með því að hafa beitt svokölluðu „hringsparki". Þá var einnig dæmdur fyrir að sparka í klof manns við samlokukæli í 10-11 í miðborg Reykjavíkur. Að lokum var Þorvarður dæmdur fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Alls fékk Þorvarður 15 mánaða fangelsi til frádráttar komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 31. maí til 6. júní 2008. Þá var Þorvarður sviptur ökuleyfi ævilangt. Honum er gert að greiða fórnalambi sínu 324.700 krónur fyrir hringsparkið. Þá voru gerð upptæk 385,70 grömm af kókaíni, 9,71 grömm af amfetamíni, 8,83 grömm af hassi, 2,9 grömm af maríhúana og 1,29 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, auk riffils, haglabyssu, gasvopns og 300.000 krónur í reiðufé.
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira