Innlent

InDefence óska eftir fundi með forseta

InDefence hópurinn hefur óskað eftir fundi með forseta Íslands til að afhenda honum áskoranir vegna Icesave. Meira en fjörutíu þúsund Íslendingar hafa skrifað undir áskorun til forsetans um að hann synji nýjum Icesave lögum staðfestingar og leggi málið í dóm þjóðarinnar.

InDefencehópurinn vonast til að geta afhent forsetanum undirskriftirnar fyrir ríkisráðsfund sem hefst klukkan tíu en á þeim fundi er búist við að ríkisstjórnin afhendi Ólafi Ragnari Grímssyni lögin til staðfestingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×