Erlent

Bændur uggandi eftir beljudóm

Yfirveguð belja á beit.
Yfirveguð belja á beit.

Breskir kúabændur óttast hið versta eftir að héraðsdómur þar í landi úrskurðaði konu í vil sem hafði orðið fyrir beljuárás.

Kýrin réðst á hana árið 2003 þegar hún var úti að viðra hundinn sinn. Konan slasaðist talsvert í hinni ófyrirleitnu beljuárás og höfðaði mál í kjölfarið á hendur bóndans.

Henni var úrskurðað í vil í ljósi þess að göngustígur lá meðfram grasinu þar sem kýrin var á beit. Dómstólar töldu að bóndinn hefði geta komið í veg fyrir árásina með því að hafa kúna á afgirtu svæði.

Bændur eru hinsvegar mjög uggandi yfir dómnum þar sem göngustígar eru meðfram fjölmörgum beitilöndum víðsvegar um Bretland.

Konan hefur höfðað skaðabótamál á hendur bóndanum og heimtar milljón pund vegna skaðans.

Bóndinn hefur áfrýjað dómnum til hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×