Erlent

Brúðkaup átti að tákna sprengingu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Manchester.
Manchester. MYND/Manpic.co.uk

Breska leyniþjónustan MI5 handtók fjölda manns í vor eftir að hafa hlerað tölvupóstsendingar milli pakistansks námsmanns í Manchester og manns í Pakistan. Námsmaðurinn ræddi þar um brúðkaup sitt og talaði um nokkrar vinkonur sínar. Leyniþjónustan taldi að verið væri að skipuleggja hryðjuverk og táknaði brúðkaupið sprengingu en nöfn stúlknanna stæðu fyrir ýmis efni. Grunsamlegt þótti þegar maðurinn sagðist ætla að ganga í það heilaga eftir 12 til 17 daga. Lögregla handtók í framhaldinu á annan tug manna og fannst kort í fórum eins þeirra, þar sem verslunarmiðstöðvar höfðu verið merktar sérstaklega. Engin sprengiefni fundust þó en ekki er útilokað að einhverjum hinna handteknu verði vísað úr landi. Dómstóll tekur ákvörðun um það á allra næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×