Enski boltinn

Brottvikning Adams staðfest

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Adams, fyrrum knattspyrnustjóri Portsmouth.
Tony Adams, fyrrum knattspyrnustjóri Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
Portsmouth hefur staðfest að félagið hefur rekið Tony Adams úr starfi knattspyrnustjóra. John Metgod, þjálfari, var einnig rekinn.

„Þetta var erfið ákvörðun en Tony hefur unnið sleitulaust að því að snúa við slæmu gengi liðsins," sagði í yfirlýsingu frá félaginu. Adams tók við félaginu í lok október en aðeins stýrt liðinu til sigurs í tveimur leikjum af sextán.

Alan Curbishley og Avram Grant hafa helst verið orðaðir við stöðuna en Paul Hart tekur tímabundið við stjórn liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×