Innlent

Banaslys skammt frá Akranesi

Karlmaður, sem var einn í bíl sínum, beið bana þegar bíllinn fór út af veginum á milli Akraness og Hvalfjarðarganga laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi og valt þar nokkrar veltur. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum og er talinn hafa látist samstundis. Hann var fæddur árið 1963. Lögreglan á Akranesi lýsir eftir vitnum að slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×