Segja leiðréttingu skulda vísi að samfélagssátt Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 20. ágúst 2009 00:01 Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Mynd/Vilhelm „Öll þessi samtök voru alveg sammála um það að fleiri og fleiri væru að koamst í þá stöðu að gefast upp. Geta fólks til að greiða af lánum er að bresta og viljinn líka," segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Félag fasteignasala hélt fund í vikunni ásamt Húseigendafélaginu, Samtökum heimilanna, talsmanni neytenda, Búseta á Norðurlandi og Lögmönnum Laugardal þar sem skuldastaða heimilanna var rædd. Grétar segir hópinn hafa komið fram sem málsvara almennings undanfarna mánuði - hingað til í sitthvoru lagi en aðilar hans séu nú að stilla saman strengi sína. Að sögn Grétars er það einörð afstaða hópsins, sem mun hittast aftur eftir tíu daga, að brýnt sé að grípa til almennra ráðstafana til að leiðrétta verðtryggð og gengistryggð lán heimilanna. Þeir segja forsendur að baki lánunum brostnar og sífellt fleiri heimili landsins lenda í alvarlegum vanda. Þá segir Grétar fólki líða líkt og það taki skellinn af ófyrirséðum atburðum meðan dæmi séu um að fyrirtæki fái skuldir afskrifaðar að stóru leyti. Eins segir hann fólk minnugt þess þegar stjórnvöld ákváðu að tryggja innistæður fjármagnseigenda með fjármunum almennings þegar lagðir voru 200 milljarðar í peningamarkaðssjóði. „Það er stöðugt að byggjast upp meiri reiði meðal fólks," segir Grétar. Hann segir fólk komið með nóg og finnist að það þurfi að koma til leiðréttingar sem sýni að það sé verið að gera eitthvað fyrir fólkið í landinu. „Það myndi vera vísir að því að skapa samfélagslega sátt," segir Grétar. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Öll þessi samtök voru alveg sammála um það að fleiri og fleiri væru að koamst í þá stöðu að gefast upp. Geta fólks til að greiða af lánum er að bresta og viljinn líka," segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Félag fasteignasala hélt fund í vikunni ásamt Húseigendafélaginu, Samtökum heimilanna, talsmanni neytenda, Búseta á Norðurlandi og Lögmönnum Laugardal þar sem skuldastaða heimilanna var rædd. Grétar segir hópinn hafa komið fram sem málsvara almennings undanfarna mánuði - hingað til í sitthvoru lagi en aðilar hans séu nú að stilla saman strengi sína. Að sögn Grétars er það einörð afstaða hópsins, sem mun hittast aftur eftir tíu daga, að brýnt sé að grípa til almennra ráðstafana til að leiðrétta verðtryggð og gengistryggð lán heimilanna. Þeir segja forsendur að baki lánunum brostnar og sífellt fleiri heimili landsins lenda í alvarlegum vanda. Þá segir Grétar fólki líða líkt og það taki skellinn af ófyrirséðum atburðum meðan dæmi séu um að fyrirtæki fái skuldir afskrifaðar að stóru leyti. Eins segir hann fólk minnugt þess þegar stjórnvöld ákváðu að tryggja innistæður fjármagnseigenda með fjármunum almennings þegar lagðir voru 200 milljarðar í peningamarkaðssjóði. „Það er stöðugt að byggjast upp meiri reiði meðal fólks," segir Grétar. Hann segir fólk komið með nóg og finnist að það þurfi að koma til leiðréttingar sem sýni að það sé verið að gera eitthvað fyrir fólkið í landinu. „Það myndi vera vísir að því að skapa samfélagslega sátt," segir Grétar.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira