Skaðabótamál gegn stjórnendum skoðað Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 20. ágúst 2009 18:30 Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans og aðrir stjórnarmenn gætu þurft að greiða skaðabætur úr eigin vasa til íslenska ríkisins vegna Icesave - ákveði stjórnvöld að höfða skaðabótamál á hendur þeim. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um Icesave - sem þingmenn skeggræddu í dag - er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að gera ráðstafanir til að þeir sem kunna að bera ábyrgð á tilurð Icesave reikninganna, axli fjárhagslega ábyrgð á þvi tjóni sem af hefur hlotist fyrir ríkið. Með öðrum orðum að skoðað verði að fara í skaðabótamál við til dæmis þá sem stjórnuðu Landsbankanum fyrir hrun, þ.e. bankastjórana, þá Sigurjón Þ. Árnason og Halldór Kristjánsson, og stjórnarmenn, þau Björgólf Guðmundsson, Þór Kristjánsson viðskiptafélaga Björgólfs, Þorgeir Baldursson forstjóra Odda, Svöfu Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins til áratuga. Innan við vika er síðan sá síðastnefndi skrifaði opnugrein í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýnir Icesave samninginn harkalega og sakar núverandi stjórnvöld um "að binda þjóðinni drápsklyfjar með skuldum sem ríkið bar ekki ábyrgð á." Nú virðist hins vegar ekki útilokað að ríkisstjórnin freisti þess að sækja bætur meðal annars í vasa Kjartans til að létta á þessum drápsklyfjum. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda lögmanna og bar þeim saman um að ekkert í íslenskum lögum komi í veg fyrir að ríkið geti reynt að sækja skaðabætur til einstaklinga vegna Icesave, ef sannað þyki að tjónið sem almenningur situr uppi með sé afleiðing af ásetningi eða gáleysi stjórnenda og stjórnarmanna. Sambærilegt mál hefur nú þegar verið höfðað í Danmörku þar sem slitastjórn Hróarskeldubanka krefst skaðabóta frá fyrrverandi bankastjóra bankans. Að sögn lögfræðinga er ekki ólíklegt að hér væri hægt að höfða mál á grunni hlutafélagalaga þar sem segir meðal annars að stofnendur og stjórnarmenn séu skyldir að bæta hlutafélagi tjón, er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Sama gildi þegar hluthafi eða aðrir verði fyrir tjóni. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans og aðrir stjórnarmenn gætu þurft að greiða skaðabætur úr eigin vasa til íslenska ríkisins vegna Icesave - ákveði stjórnvöld að höfða skaðabótamál á hendur þeim. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um Icesave - sem þingmenn skeggræddu í dag - er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að gera ráðstafanir til að þeir sem kunna að bera ábyrgð á tilurð Icesave reikninganna, axli fjárhagslega ábyrgð á þvi tjóni sem af hefur hlotist fyrir ríkið. Með öðrum orðum að skoðað verði að fara í skaðabótamál við til dæmis þá sem stjórnuðu Landsbankanum fyrir hrun, þ.e. bankastjórana, þá Sigurjón Þ. Árnason og Halldór Kristjánsson, og stjórnarmenn, þau Björgólf Guðmundsson, Þór Kristjánsson viðskiptafélaga Björgólfs, Þorgeir Baldursson forstjóra Odda, Svöfu Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins til áratuga. Innan við vika er síðan sá síðastnefndi skrifaði opnugrein í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýnir Icesave samninginn harkalega og sakar núverandi stjórnvöld um "að binda þjóðinni drápsklyfjar með skuldum sem ríkið bar ekki ábyrgð á." Nú virðist hins vegar ekki útilokað að ríkisstjórnin freisti þess að sækja bætur meðal annars í vasa Kjartans til að létta á þessum drápsklyfjum. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda lögmanna og bar þeim saman um að ekkert í íslenskum lögum komi í veg fyrir að ríkið geti reynt að sækja skaðabætur til einstaklinga vegna Icesave, ef sannað þyki að tjónið sem almenningur situr uppi með sé afleiðing af ásetningi eða gáleysi stjórnenda og stjórnarmanna. Sambærilegt mál hefur nú þegar verið höfðað í Danmörku þar sem slitastjórn Hróarskeldubanka krefst skaðabóta frá fyrrverandi bankastjóra bankans. Að sögn lögfræðinga er ekki ólíklegt að hér væri hægt að höfða mál á grunni hlutafélagalaga þar sem segir meðal annars að stofnendur og stjórnarmenn séu skyldir að bæta hlutafélagi tjón, er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Sama gildi þegar hluthafi eða aðrir verði fyrir tjóni.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira