Enn eitt kjötránið var framið á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þegar frystigámur var spenntur upp og miklu af lundum stolið. Nytjastuldur af þessu tagi færist jafnan í vöxt þegar þrengir að í þjóðfélaglinu.
Frystigámurinn stóð utan við við Kjötbankann við Flatahraun í Hafnarfirði í nótt og var einkum stolið kálfa- og nautalundum , og ýmsum örðum úrvals bitum. Þjófarnir hafa fyrst reynt að spenna gáminn upp með járnkarli, sem þeir gleymdu á staðnum, síðan með tógi, sem bíll hefur verið látinn kippa í og loks var slípirokkur notaður til að sverfa gámalásinn í sundur. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem frystigámur er brotinn upp við fyrirtækið og kjöti er stolið, og sömu sögu er að segja um kjötvinnslustöð í Kópavogi, sem við greindum nýverið frá.
Þjófarnir komust undan í báðum tilvikum Kjötbankans á árinu, og sömuleiðis í tilkvikum kjötvinnslunnar í Kópavogi. Að sögn kjötiðnaðarmanns í Kjötbankanum virðis þjófnaður af þessu tagi vera að færast ört í aukana.
Enn eitt kjötránið á höfuðborgarsvæðinu

Mest lesið



Aron Can heill á húfi
Innlent

Hneig niður vegna flogakasts
Innlent





Lögreglan leitar tveggja manna
Innlent
