Lífið

Fjallabræður í kreppumynd

Fjallabræður í væntanlegri kreppumynd Gunnars Sigurðssonar.
mynd/Gretar Þór Sæþórsson
Fjallabræður í væntanlegri kreppumynd Gunnars Sigurðssonar. mynd/Gretar Þór Sæþórsson

„Þetta var klikkað, en dálítið kalt. Manni leist ekkert á þetta á tímabili og hélt að kórinn myndi steypast ofan í gjána“ segir Halldór Gunnar Pálsson, leiðtogi Fjallabræðra, en karlakórinn kemur fram í væntanlegri kreppukvikmynd Gunnars Sigurðssonar. Tökurnar fóru fram á Þingvöllum á laugardaginn. „Þetta voru rosa flottar tökur,“ segir leikstjórinn Gunnar ánægður, „flott veður og myndrænt.“

Atriði Fjallabræðra er þannig að andlitslaus útrásarvíkingur kemur á svörtum Hummer til að sættast við þjóðina á Þingvöllum. Þar hittir hann Fjallkonuna sem spilar á fiðlu og svo koma Fjallabræður gangandi inn í mynd á brún Almannagjár. „Í okkar fínasta pússi að sjálfsögðu og Magnús Þór í þjóðbúningi,“ en Magnús Þór er höfundur lagsins sem þeir syngja og heitir Freyja.

Vinnsluheiti myndar Gunnars eru hin fleygu orð Geirs Haarde, „Maybe I should have“. „Það er eins með okkur alla, við hefðum átt að gera eitthvað,“ segir leikstjórinn.

Gunnar kemst ekki á frumsýningun annarrar kreppumyndar, Guð blessi Ísland, í dag því hann er úti í London að taka efni. „Alistair Darling kemur til London í dag frá Tyrklandi og ég ætla að sitja fyrir honum. Á fimmtudaginn förum við svo til Guernsey, en þar hefur fólk farið illa út úr viðskiptum sínum við Landsbankann.“ Gunnar segir að myndin verði sennilega frumsýnd um mánaðamótin nóv/des. Fyrsta plata Fjallabræðra kemur svo út í byrjun nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.