Erlent

Áhorfandi á Tour de France varð fyrir mótorhjóli og lést

Frá Tour de France
Frá Tour de France Mynd/ Gettyimages
Kona lést þegar hún varð fyrir lögreglumótorhjóli þar sem hún stóð og horfði á Tour de France hjólreiðakeppnija. Konan var að ganga yfir götu þegar mótorhjólið keyrði á hana. Mótorhjólið rann síðan á tvo aðra aðila sem slösuðust við það.

Hlúð var að hinum slösuðu áður en þeir voru fluttir á sjúkrahús í Mulhouse. Slysið átti sér stað í þorpinu Wittelsheim sem er um 40 kílómetra frá Colmar sem var byrjunarreitur keppninnar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×