Dregur úr notkun sýklalyfja hérlendis 18. nóvember 2009 04:45 Haraldur Briem Mynd/Vilhelm Gunnarsson Dregið hefur úr notkun sýklalyfja hér á landi fyrstu níu mánuði ársins segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hann segir skýringu ekki liggja fyrir. Hugsanlega spari fólk við sig sýklalyf þegar fjárhagurinn versnar, líkt og gerst hafi undanfarið. Þetta eru ágæt tíðindi að mati sóttvarnalæknis en ofnotkun sýklalyfja er talin vandamál meðal annars vegna hættunnar sem ofnotkunin veldur á útbreiðslu fjölónæmra baktería. Það eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir mörgum af algengustu sýklalyfjum. Þær eru mikið vandamál víða í Evrópu og er dagurinn í dag helgaður baráttu gegn ofnotkun sýklalyfja. Þetta er í annað sinn sem 18. nóvember er lagður í það. Haraldur segir að fundað hafi verið með læknum og fjallað um vandamálið og áfram verði fundað um notkun sýklalyfja en Ísland hefur verið meðal þeirra Evrópulanda þar sem mest er notað af sýklalyfjum. Tölur frá Lyfjastofnun hafi leitt í ljós að samdrátturinn nemi um níu prósentum á þessu ári. Samdráttur er í notkun þeirra lyfja sem Landlæknisembættið hafi haft áhyggjur af, sem eru meðal annars azitrómýcín sem gjarnan er notað við eyrnabólgu barna og doxýcýklín sem notað er við unglingabólum. Þessi lyf tengjast fjölónæmum bakteríum sem látið hafa á sér kræla utan spítala. Hér á landi hefur tekist að koma í veg fyrir útbreiðslu fjölónæmra baktería á spítölum þó af og til hafi verið lagðir inn sjúklingar sem sýkst hafa erlendis. Sums staðar í Evrópu er vandamálið mikið og samkvæmt Evrópsku sóttvarnastofnuninni er metið sem svo að um 400 þúsund Evrópubúar sýkist af fjölónæmum bakteríum ár hvert, um 25 þúsund dauðsföll megi rekja til þeirra árlega og sjúklingar dvelji 2,5 milljón daga á ári á spítala vegna þeirra í Evrópu. Kostnaðurinn vegna þessa sé um 900 milljónir evra á ári hverju, andvirði um 166 milljarða íslenskra króna. Að sögn Karls G. Kristinssonar, yfirlæknis á sýklafræðideild Landspítalans, standa Íslendingar hér vel að vígi rétt eins og nágrannarnir á Norðurlöndum og Hollendingar. Í Suður-Evrópu sé vandamálið hins vegar mikið svo dæmi séu tekin. Karl bendir hins vegar á að fjölónæmar sýkingar í öndunarfærum, einkum miðeyrnabólga, séu meira vandamál hér en víða í nágrannalöndum. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Dregið hefur úr notkun sýklalyfja hér á landi fyrstu níu mánuði ársins segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hann segir skýringu ekki liggja fyrir. Hugsanlega spari fólk við sig sýklalyf þegar fjárhagurinn versnar, líkt og gerst hafi undanfarið. Þetta eru ágæt tíðindi að mati sóttvarnalæknis en ofnotkun sýklalyfja er talin vandamál meðal annars vegna hættunnar sem ofnotkunin veldur á útbreiðslu fjölónæmra baktería. Það eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir mörgum af algengustu sýklalyfjum. Þær eru mikið vandamál víða í Evrópu og er dagurinn í dag helgaður baráttu gegn ofnotkun sýklalyfja. Þetta er í annað sinn sem 18. nóvember er lagður í það. Haraldur segir að fundað hafi verið með læknum og fjallað um vandamálið og áfram verði fundað um notkun sýklalyfja en Ísland hefur verið meðal þeirra Evrópulanda þar sem mest er notað af sýklalyfjum. Tölur frá Lyfjastofnun hafi leitt í ljós að samdrátturinn nemi um níu prósentum á þessu ári. Samdráttur er í notkun þeirra lyfja sem Landlæknisembættið hafi haft áhyggjur af, sem eru meðal annars azitrómýcín sem gjarnan er notað við eyrnabólgu barna og doxýcýklín sem notað er við unglingabólum. Þessi lyf tengjast fjölónæmum bakteríum sem látið hafa á sér kræla utan spítala. Hér á landi hefur tekist að koma í veg fyrir útbreiðslu fjölónæmra baktería á spítölum þó af og til hafi verið lagðir inn sjúklingar sem sýkst hafa erlendis. Sums staðar í Evrópu er vandamálið mikið og samkvæmt Evrópsku sóttvarnastofnuninni er metið sem svo að um 400 þúsund Evrópubúar sýkist af fjölónæmum bakteríum ár hvert, um 25 þúsund dauðsföll megi rekja til þeirra árlega og sjúklingar dvelji 2,5 milljón daga á ári á spítala vegna þeirra í Evrópu. Kostnaðurinn vegna þessa sé um 900 milljónir evra á ári hverju, andvirði um 166 milljarða íslenskra króna. Að sögn Karls G. Kristinssonar, yfirlæknis á sýklafræðideild Landspítalans, standa Íslendingar hér vel að vígi rétt eins og nágrannarnir á Norðurlöndum og Hollendingar. Í Suður-Evrópu sé vandamálið hins vegar mikið svo dæmi séu tekin. Karl bendir hins vegar á að fjölónæmar sýkingar í öndunarfærum, einkum miðeyrnabólga, séu meira vandamál hér en víða í nágrannalöndum. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira