Innlent

Norðurlöndin auka samstarf sín á milli vegna hrunsins

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra.
Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Auka á samstarf efnahagsbrotadeilda á Norðurlöndunum í tengslum við rannsókn á hruninu. Þetta var niðurstaða á árlegum fundi deildanna sem var haldinn hér á landi.

„Til þess að skiptast á upplýsingum, reynslu og þekkingu og til að aðstoða hvort annað. Ekki síst gagnvart sérstökum saksóknara með varðandi rannsókn þeirra brota sem hann hefur til rannsóknar," segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra.

Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, var gestur á fundinum og kynnti rannsóknina sem fer fram á vegum embættisins.

Helgi Magnús segir að skipulag rannsóknarinnar á hruninu hafi vakið athygli á fundinum.

„Það komu margar spurningar um það af hverju við værum með þessum hætti að setja upp sérstaka skrifstofu um rannsókn þessara mála. Það er fyrirkomulag sem kom þeim nokkuð á óvart."

Annar fundur verður haldinn í nóvember í Svíþjóð til að halda áfram að styrkja samstarfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×