Lífið

Stolt af Gleðibanka-búningunum

„Reglurnar voru þannig í gamla daga að búningarnir voru hannaðir og máttu ekki sjást fyrr en sjálft keppniskvöldið erlendis," segir Dóra Einars sem hannaði Gleðibankabúningana.
„Reglurnar voru þannig í gamla daga að búningarnir voru hannaðir og máttu ekki sjást fyrr en sjálft keppniskvöldið erlendis," segir Dóra Einars sem hannaði Gleðibankabúningana.

Vísir hafði samband við Dóru Einars leikmynda- og búningahönnuð til að forvitnast um límið í skóm Helgu Möller þegar hún flutti Gleðibankann með Icy hópnum í Bergen í Noregi, eins og fram kom í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í gær.

„Ég var ekki viðstödd þar sem íslenska Sjónvarpið sendi Rögnu Fossberg förðunarfræðing hjá Sjónvarpinu sem búningahönnuð," svarar Dóra.

„Ég gerði þessa Gleðibankabúninga og er stolt af því. Ég er mjög stolt af þessari hönnun. Hnapparnir voru meira að segja íslensk eðalsmíð úr silfri og skór Helgu voru hágæða skór í alla staði," segir Dóra.

Dóra Einars rifjaði upp Gleðibankaævintýrið með glöðu geði.

„Þetta var jú í fyrsta skipti sem við tókum þátt í Júróvisjón en búningahönnuður á að sjálfsögðu að fara með í svona ferðir þegar þrír listamenn koma fram. Ég tala nú ekki um eins og á þessum árum því þá var þetta frumsýning á búningunum," segir Dóra.

„Það eru ýmsar tæknibrellur eins og að nota tvöfalt límband, og það skiptir ekki máli hvaða leikari eða tónlistamaður á í hlut innan kvikmynda- og tónlistargeirans, límbandið er gömul tæknibrella innan geirans sem er notuð í öryggisskyni."


Tengdar fréttir

Helga Möller ásamt dóttur - myndband

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá og heyra Elísabet Ormslev, 16 ára, og mömmu hennar, Helgu Möller söngkonu, þegar Ísland í dag sótti mæðgurnar heim. Tilefnið var að Elísabet varð í 2. sæti í Samfés-söngkeppninni þegar hún söng lagið Unbreak my heart. Elísabet söng í skóm Helgu, móður sinnar, sem hún notaði þegar hún flutti lagið Gleðibankinn í Bergen í Noregi fyrir Íslands hönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.