Enski boltinn

Tevez boðinn nýr samningur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez fagnar marki í leik með Manchester United.
Carlos Tevez fagnar marki í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United hefur boðið Carlos Tevez nýjan samning við félagið ef marka má frétt sem birtist í Daily Mirror í dag.

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United og Kia Joorabchian, fulltrúi Tevez, munu hafa hist um helgina til að ræða samninginn. Joorabchian er eigandi samningsréttar Tevez og lánaði hann til Manchester United til tveggja ára á sínum tíma.

Ferguson mun vera ánægður með viðhorf Tevez. Hann átti ekki fast sæti í liði United - sérstaklega eftir að Dimitar Berbatov kom til félagsins. En þrátt fyrir það ákvað Tevez að kvarta ekki en leggja þeim mun harðar að sér á æfingum.

Talið er að United þurfi að greiða 30 milljónir punda fyrir Tevez og að hann fái 11,7 milljónir punda í laun á samningstímanum sem er sagður vera þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×