Þingvallanefnd vill opna veg um risalóð 9. nóvember 2009 05:30 Þingvallanefnd sættir sig ekki við að eigandi þriggja bústaða í Gjábakkalandi loki á almenning með keðjum og bannskiltum.Fréttablaðið/Vilhelm „Ég á von á því að þessum sumarbústaðaeiganda verði skrifað og hann beðinn að fjarlægja þetta skilti og þessa keðju því það samrýmist ekki lögum um þjóðgarðinn að hefta för um hann með þessum hætti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um lokaðan veg um sumarbústaðalönd í Gjábakkalandi. Félögin Gjábakki ehf. og Vatnsvík ehf. hafa frá því 2004 keypt þrjá sumarbústaði á samliggjandi leigulóðum í Gjábakka innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Stærsta húsið er bústaður sem Gísli Jónsson alþingismaður átti og gaf SÍBS fyrir rúmum fjörutíu árum. Þeim bústað fylgir fjórtán hektara leigulóð í eigu ríkisins. Lauslega áætlað er lóðin um þrjátíu sinnum stærri en meðal sumarhúsalóð. Skráður eigandi Gjábakka ehf. og Vatnsvíkur ehf. er Ólafur H. Jónsson. Með Ólafi í stjórn þessari félaga er dóttir hans Kristín Ólafsdóttir. Hún er eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þingvallanefnd hefur ráðfært sig við lögfræðing í tilefni þess að vegi sem liggur að leigulóðum áðurnefndra bústaða hefur verið lokað með keðju og hann merktur sem einkavegur. „Þetta er alveg fáránlegt þegar menn eru að búa til fréttir um aðra um ekki neitt. Ég held að þú eigir að fara að snúa þér að því að fara að hugsa um það að skrifa eins og maður en ekki fara eftir skítlegu eðli þinna ritstjóra og annarra manna sem í kringum ykkur eru,“ segir Ólafur H. Jónsson meðal annars. Álfheiður Ingadóttir segir að í lögum um þjóðgarðinn séu mjög skýr ákvæði um að almenningi eigi að vera heimil för um þjóðgarðinn. „Þetta er þjóðgarður og hann er eign okkar allra Íslendinga,“ segir formaður Þingvallanefndar og upplýsir að nefndin hafi samþykkt árið 2003 að lóðin við gamla SÍBS-bústaðinn verði minnkuð niður í einn hektara við næstu endurskoðun lóðaleigusamningsins sem vera eigi um mitt næsta ár. gar@frettabladid. Ólafur H. Jónsson Álfheiður Ingadóttir Hengilás Nær bústaðnum er annað hlið með hengilás.Fréttablaðið/Vilhelm Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
„Ég á von á því að þessum sumarbústaðaeiganda verði skrifað og hann beðinn að fjarlægja þetta skilti og þessa keðju því það samrýmist ekki lögum um þjóðgarðinn að hefta för um hann með þessum hætti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um lokaðan veg um sumarbústaðalönd í Gjábakkalandi. Félögin Gjábakki ehf. og Vatnsvík ehf. hafa frá því 2004 keypt þrjá sumarbústaði á samliggjandi leigulóðum í Gjábakka innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Stærsta húsið er bústaður sem Gísli Jónsson alþingismaður átti og gaf SÍBS fyrir rúmum fjörutíu árum. Þeim bústað fylgir fjórtán hektara leigulóð í eigu ríkisins. Lauslega áætlað er lóðin um þrjátíu sinnum stærri en meðal sumarhúsalóð. Skráður eigandi Gjábakka ehf. og Vatnsvíkur ehf. er Ólafur H. Jónsson. Með Ólafi í stjórn þessari félaga er dóttir hans Kristín Ólafsdóttir. Hún er eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þingvallanefnd hefur ráðfært sig við lögfræðing í tilefni þess að vegi sem liggur að leigulóðum áðurnefndra bústaða hefur verið lokað með keðju og hann merktur sem einkavegur. „Þetta er alveg fáránlegt þegar menn eru að búa til fréttir um aðra um ekki neitt. Ég held að þú eigir að fara að snúa þér að því að fara að hugsa um það að skrifa eins og maður en ekki fara eftir skítlegu eðli þinna ritstjóra og annarra manna sem í kringum ykkur eru,“ segir Ólafur H. Jónsson meðal annars. Álfheiður Ingadóttir segir að í lögum um þjóðgarðinn séu mjög skýr ákvæði um að almenningi eigi að vera heimil för um þjóðgarðinn. „Þetta er þjóðgarður og hann er eign okkar allra Íslendinga,“ segir formaður Þingvallanefndar og upplýsir að nefndin hafi samþykkt árið 2003 að lóðin við gamla SÍBS-bústaðinn verði minnkuð niður í einn hektara við næstu endurskoðun lóðaleigusamningsins sem vera eigi um mitt næsta ár. gar@frettabladid. Ólafur H. Jónsson Álfheiður Ingadóttir Hengilás Nær bústaðnum er annað hlið með hengilás.Fréttablaðið/Vilhelm
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira