Innlent

Tekin í tvígang fyrir ölvunarakstur á sólarhring

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Kona var tekin í tvígang fyrir ölvunarakstur á einum sólarhring í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var hún stöðvuð í ónefndu sveitarfélagi á þriðjudagskvöld en þar lenti konan í umferðaróhappi. Bíllinn hennar var skilinn eftir við vettvanginn en konan var handtekin og kveikjuláslyklarnir settir í vörslu lögreglu.

Síðdegis í gær kom hún svo að sækja lyklana sína og var þá þegar búin að ná í bílinn sinn. Hún átti aukalykla í fórum sínum og notaði þá til að komast leiðar sinnar á bílnum. För konunnar varð hinsvegar ekki lengri en á lögreglustöðina því þar var hún handtekin á nýjan leik. Sem fyrr var hún ófær um að setjast undir stýri. Bílnum hennar var lagt í stæði við lögreglustöðina og aukalyklunum komið í vörslu varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×