Enski boltinn

Jenas: Webb lét stóðst ekki pressuna

AFP

Jermaine Jenas, leikmaður Tottenham, sakar Howard Webb dómara um að hafa ekki staðist pressuna þegar hann dæmdi leik liðsins gegn Manchester United á Old Trafford um helgina.

Leikurinn var flugeldasýning að hætti þessara tveggja liða, þar sem Tottenham náði 2-0 forystu en var svo kjöldregið 5-2 í síðari hálfleik.

Umdeildur vítaspyrnudómur sneri leiknum við þegar Howard Webb dómari dæmdi United vítaspyrnu sem dæmd var á Heurelho Gomes í marki Tottenham fyrir að fella fyrrum Spurs-leikmanninn Michael Carrick í teignum.

"Þetta var dæmigert atvik þar sem dómari lætur undan pressu á Old Trafford," sagði Jenas í samtali við Daily Mirror. "Ég vil ekki vera með afsakanir því við fengum á okkur fjögur ódýr mörk eftir þetta víti, en leikurinn hefði þróast öðruvísi ef þeir hefðu ekki fengið þetta víti. Svona getur andrúmsloftið stundum haft áhrif á menn," sagði Jenas.

"Það eina sem stakk mig var að dómarinn hugsaði sig ekki um í augnablik áður en hann dæmdi vítið - það var eins og hann hefði ákveðið að gefa þeim eitthvað í hálfleik," sagði Jenas.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×