Innlent

Tveir handteknir vegna nauðgunar í Tryggvagötu

Tveir karlmenn af erlendu bergi brotnir voru handteknir á sunnudagsmorgun grunaðir um nauðgun á 19 ára gamalli stúlku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa mennirnir verið yfirheyrðir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn er í gangi.

Stúlkan kærði nauðgunina á sunnudagsmorgun eins og fyrr segir en hún átti sér stað við Tryggvagötu í Reykjavík. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir en stúlkan gat bent á mennina. Þeir hafa nú verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á föstudag.

Ekki fengust upplýsingar um hvort mennirnir hafi játað verknaðinn en rannsókn er í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×