Óttar Pálsson forstjóri Straums Burðaráss biðst afsökunar á hugmyndum um árangurtengdar greiðslur, eða bónusgreiðslur, upp á allt að tíu milljarða króna til sín og starfsmanna bankans, fyrir að koma eignum bankans í verð, en Fjármálaeftirlitið fer nú tímabundið með stjórn bankans.
Í grein hans, sem birt er í morgunblöðunum í morgun segir hann að hann og aðrir stjórnendur hafi við hugmyndir að bónusgreiðslunum,einblínt um of á erlendar aðstæður og ekki verið í nægjanlegum tengslum við þann veruleika, sem við Íslendingar búum nú við sem þjóð, og biðst afsökunar á þvi.
Óttar skellti á þegar fréttamaður Fréttastofunnar reyndi að ná tali af honum í gær, en í kvöldfréttum kom fram að hann þiggur fjórar milljónir króna í laun á mánuði, án bónusgreiðslna, eða fjórföld laun forsætisráðherra. Hann fjallar hisnvegar ekki um tengsl þeirra launa við íslenskan veruleika, í áðurnefndri grein.