Fótbolti

Capello: Við getum betur

NordicPhotos/GettyImages

Fabio Capello vildi ekki meina að Spánverjar hefðu kennt hans mönnum lexíu í Sevilla í kvöld þegar Englendingar töpuðu 2-0 í vináttuleik.

"Það var ekki verið að slá okkur niður á jörðina," ansaði Capello spurningu sjónvarpsmanns í kvöld, en það var það sem mörgun datt í hug sem horfðu á leikinn.

"Fyrir mér var þetta mikilvægur leikur til að sjá hvernig liðið bregst við spilamennsku á borð við þá sem Spánverjar beita. Ég er búinn að læra mikið um liðið núna og sé að við eigum í vandræðum með lið sem spila með einn framherja og marga miðjumenn," sagði Capello í sjónvarpsviðtali.

Capello vildi ekki meina að hann væri ósáttur við frammistöðu liðsins, en hefði viljað koma í veg fyrir að það gerði mistök.

"Við getum betur og ég er ekki sáttur við úrslitin, því við gerðum mistök í fyrra markinu. Við spiluðum þokkalega í kvöld en það er mikilvægast að sjá hvar við stöndum bæði hvað varðar spilamennsku og líkamlegt form," sagði Ítalinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×