Innlent

Vill gera landið að einu kjördæmi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgvin G. Sigurðsson vill gera landið að einu kjördæmi. Mynd/ GVA.
Björgvin G. Sigurðsson vill gera landið að einu kjördæmi. Mynd/ GVA.
Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að Ísland verði gert að einu kjördæmi í stað sex.

Björgvin sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að hann hefði skrifað drög að frumvarpi og sent það formönnum allra þingflokka á Alþingi.

Björgvin væntir víðtæks stuðnings úr þinginu. Mál Björgvins byggir á frumvarpi sem Héðinn Valdimarsson lagði fram á þingi á þriðja áratug 20. aldar og frumvarpi sem Guðmundur Árni Stefánsson lagði fram á þingi fyrir nokkrum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×