Sviku sig inn í Vítisenglana 1. september 2009 05:30 Vélhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður niður og hefur hlotið formlega stöðu sem stuðningsklúbbur Vítisengla. Hann hefur nú tekið upp nafn Vítisenglanna, eða Hells Angels. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan úr lögreglunni er talið að tugmilljónasvik nokkurra ungra manna út úr Íbúðalánasjóði og tveimur hlutafélögum fyrr í sumar hafi verið lokaprófið sem samtökin alþjóðlegu lögðu fyrir Fáfnisliða áður en þeim var veitt aðild. Fjórir menn um tvítugt, sem allir tengjast Fáfni, sátu um skeið í gæsluvarðhaldi vegna svikanna, sem voru afar flókin. Fimmti maðurinn var síðan handtekinn á dögunum, grunaður um að hafa stýrt fjórmenningunum. Sá er eldri bróðir eins þeirra og einnig tengdur Fáfni. Það er alþekkt að Vítisenglar láti umsækjendur sanna sig með því að fremja afbrot af þessu tagi. Féð sem svikið var út nam ríflega fimmtíu milljónum króna og er ófundið. Ljóst þykir að ungu mennirnir hafi frá upphafi átt von á því að þurfa að sitja inni fyrir glæpinn. Fáfnisliðar sóttu nýverið fund Vítisengla í Englandi og sneru aftur þaðan sem aðilar að samtökunum. Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra er fullyrt að Fáfnir muni að óbreyttu geta sótt um fulla aðild að Vítisenglunum á seinni hluta næsta árs. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir lögreglu líta málið alvarlegum augum í ljósi þess að fyrir liggur að Vítisenglar eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök. Full ástæða sé til að huga að breytingum á lögum í þá veru að öll starfsemi slíkra samtaka verði gerð ólögleg. Stýrihópur um skipulagða glæpastarfsemi, sem starfað hefur frá árinu 2004, kom saman í gær vegna fréttanna af Fáfni. Í kjölfarið fundaði formaður hópsins með embættismönnum úr dómsmálaráðuneytinu um möguleikann á því að setja slík lög. „Hells Angels snúast fyrst og fremst um afbrot og gróða af ólöglegri starfsemi og hafa valdið mikilli óáran og skelfingu í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum," segir Haraldur. „Skilaboðin eru mjög skýr frá lögreglunni í landinu: hún mun gera allt sem hún getur, í samstarfi við toll og aðra aðila hérlendis og erlendis, til þess að reyna að koma í veg fyrir það að skipulögð glæpastarfsemi nái fótfestu í íslensku samfélagi og fái að blómstra þar óáreitt." - sh Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Vélhjólaklúbburinn Fáfnir hefur verið lagður niður og hefur hlotið formlega stöðu sem stuðningsklúbbur Vítisengla. Hann hefur nú tekið upp nafn Vítisenglanna, eða Hells Angels. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan úr lögreglunni er talið að tugmilljónasvik nokkurra ungra manna út úr Íbúðalánasjóði og tveimur hlutafélögum fyrr í sumar hafi verið lokaprófið sem samtökin alþjóðlegu lögðu fyrir Fáfnisliða áður en þeim var veitt aðild. Fjórir menn um tvítugt, sem allir tengjast Fáfni, sátu um skeið í gæsluvarðhaldi vegna svikanna, sem voru afar flókin. Fimmti maðurinn var síðan handtekinn á dögunum, grunaður um að hafa stýrt fjórmenningunum. Sá er eldri bróðir eins þeirra og einnig tengdur Fáfni. Það er alþekkt að Vítisenglar láti umsækjendur sanna sig með því að fremja afbrot af þessu tagi. Féð sem svikið var út nam ríflega fimmtíu milljónum króna og er ófundið. Ljóst þykir að ungu mennirnir hafi frá upphafi átt von á því að þurfa að sitja inni fyrir glæpinn. Fáfnisliðar sóttu nýverið fund Vítisengla í Englandi og sneru aftur þaðan sem aðilar að samtökunum. Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra er fullyrt að Fáfnir muni að óbreyttu geta sótt um fulla aðild að Vítisenglunum á seinni hluta næsta árs. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir lögreglu líta málið alvarlegum augum í ljósi þess að fyrir liggur að Vítisenglar eru skilgreindir sem skipulögð glæpasamtök. Full ástæða sé til að huga að breytingum á lögum í þá veru að öll starfsemi slíkra samtaka verði gerð ólögleg. Stýrihópur um skipulagða glæpastarfsemi, sem starfað hefur frá árinu 2004, kom saman í gær vegna fréttanna af Fáfni. Í kjölfarið fundaði formaður hópsins með embættismönnum úr dómsmálaráðuneytinu um möguleikann á því að setja slík lög. „Hells Angels snúast fyrst og fremst um afbrot og gróða af ólöglegri starfsemi og hafa valdið mikilli óáran og skelfingu í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum," segir Haraldur. „Skilaboðin eru mjög skýr frá lögreglunni í landinu: hún mun gera allt sem hún getur, í samstarfi við toll og aðra aðila hérlendis og erlendis, til þess að reyna að koma í veg fyrir það að skipulögð glæpastarfsemi nái fótfestu í íslensku samfélagi og fái að blómstra þar óáreitt." - sh
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira