Erlent

Geimrusl nálgast Alþjóðlegu geimstöðina

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alþjóðlega geimstöðin.
Alþjóðlega geimstöðin.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA fylgist nú grannt með torfu af geimrusli sem er margir metrar í þvermál og svífur um geiminn í nágrenni við Alþjóðlegu geimstöðina og geimskutluna Discovery sem nú er stödd við stöðina. Ruslið er leifar af eldflaug sem skotið var út í geiminn árið 2006. Í dag verður tekin ákvörðun um hvort ræsa þurfi hreyfla geimstöðvarinnar og hnika henni til en talið er að ruslið fari fram hjá í innan við þriggja kílómetra fjarlægð á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×