Innlent

Lenti með dautt á öðrum hreyflinum

Lögregla og slökkvilið voru í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir stundu þegar kennsluvél kom inn til lendingar með dautt á öðrum hreyflinum. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu lenti vélin heilu og höldnu á vellinum. Götum í nágrenni við flugvöllinn var lokað af þessum sökum, meðal annars Snorrabrautin, en slökkvilið segir það ávallt gert í tilvikum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×