Innlent

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára gamalli stúlku í Héraðsdómi Suðurlands á föstudaginn síðasta.

Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að verða barni og manni að bana þegar hann varð valdur að umferðarslysi. Þá hefur hann nokkrum sinnum áður verið dæmdur fyrir umferðarbrot.

Nú varð maðurinn uppvís af því að hafa strokið unglingsstúlkunni með hendinni á kviðinn innan klæða, sett höndina inn fyrir buxnastreng hennar og reynt að losa um belti á buxum.

Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir að hafa sett sig í samband við stúlkuna í gegnum MSN og hvatt hana með lostugum og ósiðlegum hætti til að afklæðast og sýna sig fyrir honum fáklædda og nakta að hluta í vefmyndavél.

Samskiptin á MSN þóttu sönnuð þar sem til var afrit af þeim og birt í dómsorði. Þar sagði hinn dæmdi meðal annars:

Ákærði:[...] AF HVERJU ertu svona flott…. mér langar svo að fá þig hingað NÚNA…ææjh. sætt… hehe…Brjóst=) úhh…. neih ohh ekki í annan…Jæja, hvar eru svo brjóstin stelpa heheh=)… Eða jafnvel enn frekar…. Þessi fallegi flotti flotti stinni rass… Váh… Ert með alveg alltof flottan rass….Enginn rass samt?... Z… þegar ég sé þig í webcam, þá er hann bara harður hjá mér allan tímann :o… haha… Játz, Þú þarft að fara hjálpa mér með það vandamál heheh…. haha… Það finnst mér ekkert fyndið heldur bara alvarlegt hehe [...] Webcam pínu neðar?... Nú jæja enn á brjóstarhaldara… Þá má fara pínu neðar í viðbót…. Hvað er sexy að gera núna?.... Ó hvað ég vildi þú værir ein… já alveg úr, og úr meir en bara peysu…. Veistu það, ég fæ aldrei nóg af því að sjá meira af þér…Viltu fá smá fíling að þú eigir kærasta eins og u kvartaðir í gær um..?.. Góða nótt, elska þig…

Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir brotið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×