Listamenn streyma í vinnu á Skagaströnd 13. október 2009 06:00 Hluti októberhópsins í Nes listamiðstöð var hristur saman með skoðunarferð í Kálfhamarsvík á þriðjudaginn. Mynd/María Markovic „Þetta fólk kann óskaplega vel við sig og hefur sýnt af sér gríðarlega indæla og góða framkomu,“ segir Sigurður Sigurðarson, formaður stjórnar Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd, um erlenda listamenn sem flykkst hafa til dvalar í listamiðstöðinni. Sigurður segir að frá því Nes listamiðstöð hóf að taka við erlendum listamönnum fyrir um einu og hálfu ári hafi um 160 listamenn frá öllum heimshornum dvalið á vegum miðstöðvarinnar á Skagaströnd. Fjöldinn vaxi stöðugt. „Þetta hefur ekki farið hátt en er alveg stórmerkilegt apparat á landsvísu og hefur komið Nes listamiðstöð og Skagaströnd á kortið,“ segir Sigurður, sem kveður listamiðastöðina vera mikla lyftistöng fyrir lítið bæjarfélag. „Það skiptir miklu máli þegar bætist svona margt fólk í lítið samfélag og það nýtir sér alla þjónustu hér innanbæjar.“ Að sögn Sigurðar leigir Nes listamiðstöð íbúðir af sveitarfélaginu fyrir listamennina sem búi síðan saman nokkrir í íbúð. Vinnuaðstöðu hafi þeir í gömlu frystihúsi sem hafi verið breytt og lagfært. Sigurður segir listamiðstöðina auglýsta sem slíka út um allan heim. Það hafi skilað sér auk þess sem orðsporið hafi spurst út. „Þarna eru góðir listamenn inn á milli og aðrir sem eru kannski að byrja. Það er virkilega gaman að þessu fólki og þetta hefur sett mikinn svip á samfélagið hérna,“ segir Sigurður og bætir því við að hinir erlendu gestir kunni afar vel við sig á Skagaströnd. Flestir séu í einn mánuð en sumir hafa jafnvel verið fimm mánuði í bænum. „Þeir njóta tilverunnar hér. Sumir hafa eignast hér mjög góða vini og halda sambandi við okkur þó að þeir sér farnir í burtu. Sumir koma meira að segja aftur.“ Fjórtán manna hópur sem kom til dvalar á Skagaströnd í október hittist á sameiginlegum fundi í gær. Þar eru á ferðinni allra handa listamenn; málarar, rithöfundar og ljósmyndarar. Fólkið kemur víðs vegar að; frá Ástralíu, Brasilíu, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írlandi og Englandi. gar@frettabladid.is Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
„Þetta fólk kann óskaplega vel við sig og hefur sýnt af sér gríðarlega indæla og góða framkomu,“ segir Sigurður Sigurðarson, formaður stjórnar Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd, um erlenda listamenn sem flykkst hafa til dvalar í listamiðstöðinni. Sigurður segir að frá því Nes listamiðstöð hóf að taka við erlendum listamönnum fyrir um einu og hálfu ári hafi um 160 listamenn frá öllum heimshornum dvalið á vegum miðstöðvarinnar á Skagaströnd. Fjöldinn vaxi stöðugt. „Þetta hefur ekki farið hátt en er alveg stórmerkilegt apparat á landsvísu og hefur komið Nes listamiðstöð og Skagaströnd á kortið,“ segir Sigurður, sem kveður listamiðastöðina vera mikla lyftistöng fyrir lítið bæjarfélag. „Það skiptir miklu máli þegar bætist svona margt fólk í lítið samfélag og það nýtir sér alla þjónustu hér innanbæjar.“ Að sögn Sigurðar leigir Nes listamiðstöð íbúðir af sveitarfélaginu fyrir listamennina sem búi síðan saman nokkrir í íbúð. Vinnuaðstöðu hafi þeir í gömlu frystihúsi sem hafi verið breytt og lagfært. Sigurður segir listamiðstöðina auglýsta sem slíka út um allan heim. Það hafi skilað sér auk þess sem orðsporið hafi spurst út. „Þarna eru góðir listamenn inn á milli og aðrir sem eru kannski að byrja. Það er virkilega gaman að þessu fólki og þetta hefur sett mikinn svip á samfélagið hérna,“ segir Sigurður og bætir því við að hinir erlendu gestir kunni afar vel við sig á Skagaströnd. Flestir séu í einn mánuð en sumir hafa jafnvel verið fimm mánuði í bænum. „Þeir njóta tilverunnar hér. Sumir hafa eignast hér mjög góða vini og halda sambandi við okkur þó að þeir sér farnir í burtu. Sumir koma meira að segja aftur.“ Fjórtán manna hópur sem kom til dvalar á Skagaströnd í október hittist á sameiginlegum fundi í gær. Þar eru á ferðinni allra handa listamenn; málarar, rithöfundar og ljósmyndarar. Fólkið kemur víðs vegar að; frá Ástralíu, Brasilíu, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írlandi og Englandi. gar@frettabladid.is
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira