Belginn Frank Vandenbroucke fannst í gær látinn á hótelherbergi sínu í Senegal þar sem hann var í fríi.
Vandenbroucke er einn þekktasti hjólreiðakappi síðari ára en hann var aðeins 34 ára gamall. Hann vann á sínum ferli meira en 50 keppnir en hann hætti keppni árið 2002 eftir að hann flæktist í lyfjahneyksli.
Margir áttu þó von á því að hann myndi hefja aftur keppni á þessu ári.
Talið er að Vandenbroucke hafi látist vegna blóðtappa í lungum.