Erlent

Almættið í spilarann

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ætli Benedikt muni eiga jólaslagarann 2009?
Ætli Benedikt muni eiga jólaslagarann 2009?

Ekki ómerkari maður en Benedikt sextándi páfi gæti blandað sér í slaginn um vinsælustu jólatónlistina í ár, en plata með páfanum er væntanleg í verslanir fyrir jólin. Þar er reyndar engin popptónlist á ferðinni heldur sálmar og bænir sem Benedikt mun syngja inn á plötu á latínu, ítölsku, portúgölsku, frönsku og þýsku. Páfanum til fulltingis er kór fílharmóníuakademíu Rómar og þykir stykkið hið áheyrilegasta. Platan er væntanleg í verslanir 30. nóvember en útgefandi er Geffen Records. Til fróðleiks hafa þeir einnig gefið út Guns and Roses og John Lennon ,svo Benedikt er í góðum félagsskap.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×